Líf frönsku systranna Vianne og Isabelle hefur ekki alltaf verið dans á rósum og þegar nasistar hertaka landið fer tilveran á hvolf. Enda þótt ógnin lúri í hverju skúmaskoti láta þær ekki bugast og finna hvor um sig leið til að takast á við napran stríðsveruleikann. Öllu – jafnvel lífinu sjálfu – skal fórnað fyrir fjölskyldu, vini og þá sem eru í nauðum staddir. Næturgalinn er mögnuð söguleg skáldsaga um ástir, harm og hugrekki kvenna á stríðstímum sem hefur selst í meira en 1,5 milljónum eintaka. Hún grípur lesandann föstum tökum; hann hverfur inn í fortíð sem aldrei má gleymast og upplifir atburðarás sem sýnir hvers mannleg reisn er megnug gagnvart illskunni. Ólöf Pétursdóttir þýddi.