
Eitt vinsælasta, virtasta og áhrifamesta bókmenntaverk heims í fyrsta sinn í heild á íslensku í meistaralegri lausamálsþýðingu Erlings E. Halldórssonar. Dante Alighieri fer um víti, hreinsunareld og paradís í fylgd rómverska skáldsins Virgils og sinnar ástkæru Beatrísar og lýsir í lifandi máli og af djúpri samúð örlögum ótal manna sem hann hittir á leið sinni. (Heimild: Bókatíðindi)