a picnic in the library

Pikknikk í Gerðubergi

Fyrsta pikknikk ársins fór fram í Gerðubergi þar sem fólki í Seljagarði - borgarbýli bauð í kaffi og kökur og nærandi samtal um ræktun í borginni. Í tilefni þess að þau eiga 10 ára afmæli var kveikt á kertum og afmælissöngur sunginn.

plant exchange

birthday cake

Áhugasamir um ræktun mættu í lautina og ræddu nýtt Fræsafn sem opnaði í Gerðubergi og fólkið í Seljagarði leggja til. Umræður sköpuðust um græn svæði í borginni og mikilvægi góðs aðgengis inni í gróðurhúsum og í matjurtargörðum. Hæð beða og möguleiki á að rækta og halda sínum garði var einnig rætt, en ekki þurfa að rífa sig upp með rótum fyrir hvert misseri. 

 

Meira um lautarferðirnar HÉR.

Nánari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir  
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka   
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is  

UppfærtÞriðjudagur, 20. febrúar, 2024 12:25