UKRAINE:IS um samskipti og traust | Opið samtal

Af hverju er það mikilvægt að hafa aðgengi að traustum upplýsingum? Hvernig getur upplýsingalæsi og aðgengi stuðlað að gagnkvæmu trausti milli stjórnvalda og borgar? Þessa spurningar voru ofarlega í huga þegar við hittum Ragnar Snæ til að ræða hvernig bókasafnið geti stutt við þróun verkefnisins UKRAINE:IS og nýst sem vettvangur til að prófa ólík verkefni sem hann og samstarfsaðilar hans hafa áhuga á til að mæta þörfum borgara Úkraínu sem nýkomin eru til Reykjavíkur.

Friðarstarf getur átt sér stað á bókasafninu og við leitum að samstarfsaðilum sem geta stutt okkur í þeirri vegferð. Við heyrðum fyrst af Ragnari í gegnum vefsíðuna ukr.is. Á þessari nýju vefsíðu er upplýsingum miðlað á úkraínsku, ensku og íslensku sem beint er sérstaklega til úkraínskra borgara og varðar réttindi þeirra og möguleika á Íslandi. Með einföldu aðgengi að upplýsingum skapast bein tengsl opinberra stofnana á Íslandi og úkraínskumælandi borgara sem nýlega eru komin til landsins. Markmiðið er að með upplýsingagjöf og þekkingamiðlun sé hægt að þróa heilbrigð tengsl sem byggja á trausti.

Við áttum opið samtal um það hvernig bókasafnið gæti nýst sem vettvangur sem hlúir að uppbyggilegri menningarmiðlun milli Íslands og Úkraínu. Við tökum upp þráðinn í næsta opna samtali laugardaginn 14. maí í Grófinni.
Við þökkum fyrir samtalið og minnum á að félagasamtökum er velkomið að auðga menningardagskrá bókasafnsins með fræðslu og skemmtilegum viðburðum. Sendið okkur línu, við erum opin fyrir nýjum hugmyndum.

Opið samtal, hvað er það? Umræðuvettvangur um málefni tengd réttindum, aðgengi og þátttöku í samfélaginu. Dagskráin í heild.

Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 31. janúar, 2023 15:47