Aðgengi að styrkjum | Opið samtal
Við buðum Miriam Petru Ómarsdóttur Awad og Helgu Dagnýju Árnadóttur – sérfræðingum hjá Rannís sem sinna ráðgjöf til verkefna á svið menntunar og menningar, í opið samtal um aðgengi að styrkjum. Var sérstaklega litið til fjármögnunar verkefna á Íslandi í gegnum Erasmus og European Solidarity Corps sem snýr fyrst og fremst að verkefnum sem ungmenni standa fyrir og tengjast jafnara aðgengi að menntun með einum eða öðrum hætti. En hvað er það helst með stendur í vegi fyrir því að stofnanir og einstaklingar fái aðgengi að styrkjum og fjármögnun? Og hvernig gæti bókasafnið opnað fyrir aðgengi breiðari hóps að styrkjum?
Upplýsingar og tengsl ásamt hugarfari geta haft mikil áhrif á það hvort aðilar sækja um og fái úthlutað fjármagni fyrir eigin verkefnum. Bókasafnið gæti nýst sem vettvangur þar sem væri hægt að halda reglulega fundi um styrki sem hægt væri að sækja um. Það myndi auka á sýnileika styrkjamöguleika og opna þannig fyrir aðgengi breiðari hóps. Einnig væri hægt að auðvelda ferli við að útbúa styrkumsóknir með stuðningsfundum á bókasafninu sem væri opið og fjölmenningarlegt umhverfi. Sjálfstætt starfandi einstaklingar innan menningargeirans gætu einnig nýtt vettvang bókasafnsins til að tengjast nýjum samstarfsaðilum sem komið gætu að sömu umsókninni. Þannig væri mögulegt að opna á ný tækifæri.
Miriam Petra leiðir nú hóp sem þróar stefnu um aukinn aðgengileika fjölbreyttari hóps að styrkjum á Íslandi. Eitt af markmiðum er að ná til starfsfólks og finna leiðir til að opna hugarfar þeirra sem meta styrkumsóknir og starfa innan þessa umhverfis. En einnig þarf að ná til allra þeirra sem hafa hag af verkefnunum og myndi þá að lokum skila sér í opnara samfélagi í heild. Við hlökkum til að að heyra meira af þeirri þróun.
Bókasafnið er opið fyrir nýjum hugmyndum. Við bjóðum reglulega í opið samtal um hvernig bókasafnsins gæti nýst sem vettvangur félagslegrar nýsköpunar.
Opið samtal, hvað er það? Umræðuvettvangur um málefni tengd réttindum, aðgengi og þátttöku í samfélaginu. Dagskráin í heild.
Frekari upplýsingar:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is