Sögubíllinn Æringi

Vinsamlegast athugið að starfsemi sögubílsins Æringja hefur verið lögð niður - sjá tilkynningu.

Sögubíllinn Æringi er litli bróðir bókabílsins Höfðingja. Við stýrið situr Ólöf Sverrisdóttir en hún bregður sér í ýmis hlutverk og segir börnunum sögur og ævintýri. Sóla sögukona, Björk bókavera, Æra Æringjadóttir og Nína Norn hafa komið á bílnum í leikskóla og víðar og glatt börnin með sögum og söng. Ólöf fær líka stundum til sín góða gesti og vinnur einnig verkefni með leik- og grunnskólabörnum sem snúa að sögugerð.

Ævintýralegar myndir prýða bílinn en efnt var til samkeppni meðal myndlistarmanna um skreytingar og bar Brian Pilkington sigur úr býtum. Sögubíllinn er ekki bara ævintýralegur að utan heldur einnig að innan, dökk flauelstjöld og stjörnur í lofti skapa skemmtilega og spennandi umgjörð um sögustundirnar.

Sögustundir - heimsókn á leikskóla

Hægt er að fá sögubílinn í heimsókn á leikskóla og frístundaheimili í borginni án endurgjalds. Bókið sögustund hér neðar á síðunni. Einnig er hægt að panta Æringja á hverfahátíðir eða aðra viðburði í borginni gegn greiðslu.

Smellið hér til að horfa á myndbönd þar sem Sóla sögukona segir heillandi sögur eins og henni einni er lagið!

Allar nánari upplýsingar veitir:

Ólöf Sverrisdóttir, verkefnastjóri Æringja
olof.sverrisdottir@reykjavik.is
Borðsími 411-6189
Farsími 664-7718

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 21. október, 2022 15:09

Bókanir - sögustund í leikskóla

10-13 börn komast í bílinn í einu og hver hópur fær 30 í mín í bílnum. Mest er hægt að bóka fyrir 26 barna hóp í einu.

Stærri hópum er best að skipta upp og bóka fleiri en eina heimsókn.