Kringlan
Kringlan

Leshringurinn Sólkringlan

Leshringurinn Sólkringlan hittist annan eða þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni. Haustið 2019 verða lesnar skáldsögur og smásögur höfunda á bókmenntahátíð 2019.

Guttormur Þorsteinsson hefur umsjón með hópnum og tekur við nýskráningum. Hópurinn er opinn og við hvetjum áhugasama um að hafa samband!

Eftirfarandi bækur verða lesnar og teknar fyrir:


19. september - Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur
17. október - Brandarar handa byssumönnunum eftir Mazen Maarouf
14. nóvember - Hin ósýnilegu eftir Roy Jacobsen
12. desember - Bókasafn föður míns eftir Ragnar Helga Ólafsson
 

Við hvetjum góðvini Borgarbókasafnsins til að skrá sig í Bókaklúbbinn okkar á Facebook! Þar deilum við ýmsum bókmenntatengdum viðburðum og oft skapast líflegar umræður um alls kyns bókmenntir. 

Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins...

Materials