Borgarbókasafnið Kringlunni
Borgarbókasafnið Kringlunni

Leshringurinn Sólkringlan

Leshringurinn Sólkringlan hittist annan eða þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni. Vorið 2020 lesum við bækur sem þykja gjörsamlega ómissandi, höfundana sem er alltaf verið að mæla með en þú hefur enn ekki komist til að lesa.

Guttormur Þorsteinsson hefur umsjón með hópnum og tekur við nýskráningum. Hópurinn er opinn og við hvetjum áhugasama um að hafa samband!

Eftirfarandi bækur verða lesnar og teknar fyrir:

16. janúar: Hvunndagshetjan – Auður Haralds
20. febrúar: Kalak – Kim Leine
19. mars: Milli trjánna – Gyrðir Elíasson
16. apríl: Kona í hvarfpunkti - Nawal Saadawi
14. maí: Afleggjarinn – Auður Ava Ólafsdóttir

 

Við hvetjum góðvini Borgarbókasafnsins til að skrá sig í Bókaklúbbinn okkar á Facebook! Þar deilum við ýmsum bókmenntatengdum viðburðum og oft skapast líflegar umræður um alls kyns bókmenntir. 

Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins...

Materials