Kápur bókanna sem höfnuðu á lista alþjóðlegu Booker verðlaunanna

Verðlaunalisti fjölþjóðlegra bóka

Alþjóðlegu Booker verðlaunin

Skemmri listi Alþjóðlegu Booker verðlaunanna var birtur 15. september. Höfundarnir sex koma frá jafnmörgum löndum, en athygli hefur vakið að kynjahlutfallið er afar skakkt, því fimm þeirra eru konur. Við hvetjum lesendur að sjálfsögðu til að kynna sér bækurnar, við göngum í málið og fáum eintök á safnið, af þeim bókum sem ekki eru nú þegar fáanlegar.

Hér er listinn:

The Memory Police eftir hina japönsku Yoko Ogawa, í enskri þýðingu Stephen Snyder

Tyll eftir eina karlmanninn í hópnum, hinn þýska Daniel Kehlmann German. Þýðingin er verk Ross Benjamin.

The Adventures of China Iron eftir Gabriela Cabezón Cámara frá Argentínu. í þýðingu Iona Macintyre og Fiona Mackintosh

The Enlightenment of The Greengage Tree eftir Shokoofeh Azar, frá Íran. Einnig er athyglisvert að þýðandi ensku útgáfunnar er ónafngreindur. 

Hurricane Season eftir Fernanda Melchor, frá Mexíkó, ensk þýðing eftir Sophie Hughes

The Discomfort of Evening eftir hina hollensku Marieke Lucas Rijneveld, en hún er 28 ára gömul, og þar með næstyngsti höfundurinn sem hefur átt bók á skemmri lista alþjóðlegu Booker verðlaunanna. Enska þýðingin er eftir Michele Hutchison.

Flokkur
Merki
UppfærtMiðvikudagur, 16. september, 2020 14:08
Materials