Bækur sem við mælum með.

Starfsfólk mælir með

Hvað á ég að lesa næst? 
Þessa spurningu fáum við oft á dag á safninu. Svörin geta verið eins mismunandi og þau eru mörg, en stundum mælum við einfaldlega með þeim bókum sem við sjálf erum að lesa. 
Hér fyrir neðan má finna nokkrar af þeim.

Materiale

The Discomfort of Evening
höf: Marieke Lucas Rijneveld

The Discomfort of Evening er fyrsta bók hollenska rithöfundarins Marieke Lucas Rijneveld og hlaut bókin alþjóðlegu Booker verðlaunin árið 2020. Bókin fjallar um hina ungu Jas sem býr í hollenskri sveit með kristinni fjölskyldu sinni.  Einn daginn hverfur bróðir hennar eftir að Jas hefur biðlað til Guðs um dauða hans og skilur fjölskylduna eftir í sárum. Jas og fjölskylda hennar sökkva í hyldýpi sorgarinnar sem verður sífellt óhugnanlegra. 
Við eigum bókina á rafbókarformi á Rafbókasafninu.
 

Materiale

Herbergi í öðrum heimi
höf. María Elísabet Bragadóttir 

„Hjartað slær óumbeðið og viðstöðulaust frá vöggu til grafar. Ég get ekki annað en vantreyst svo fáránlegum stöðugleika.“

Hér er á ferð fyrsta verk höfundar, sjö smásögur sem fjalla um íslenskan nútíma og þrá fólks eftir tengslum og uppgjöri.  Sunnudagsbröns snýst upp í andhverfu sína, börn dvelja á mörkum sakleysis og grimmdar, ung kona finnur ellina á eigin skinni, samskiptamynstur erfast milli kynslóða og veisla markar tímamót í lífi systra.

 

 

Materiale

The Great Alone 
Höf: Kristin Hannah 

The Great Alone gerist í Alaska í Bandaríkjunum árið 1974 en Ernst Allbright fyrrum hermaður ákveður að flytjast búferlum með fjölskyldu sína eftir heimkomu hans úr Víetnamstríðinu. Við fylgjumst með fjölskyldunni reyna að fóta sig á afskekktum svæðum Alaska og kynnast heimafólki sem reynist fjölskyldunni vel þrátt fyrir erfitt ástand fjölskylduföðurins. Hér er á ferð bók um mannlegan breiskleika, seiglu og ást og missi. Eftir sama höfund og skrifaði hina vinsælu bók Næturgalann. 

 

Materiale

Hnitmiðuð kínversk-ensk orðabók fyrir elskendur
Höf: Xiaolu Guo

Zhuang er ung kínversk kona sem flytur til London í eitt ár til að læra ensku. Fljótlega kynnist hún sér töluvert eldri enskum manni og breytir sambandið sýn þeirra beggja á lífið. Glíman við enska málfræði er Zhuang erfið en að finna sig í nýjum menningarheimi reynist þrautin þyngri. Þetta er fyrsta bókin sem kínverski rithöfundurinn og kvikmyndagerðakonan Xiaolu Guo skrifaði á ensku en uppvaxtarsaga hennar Einu sinni var í austri kom út  á íslensku árið 2017.

 

.

Materiale

The Family Upstairs
Höf: Lisa Jewell

Á 25 ára afmælinu sínu kemst Libby Jones að því hverjir raunverulegir foreldrar hennar voru, og að hún hefur nú erft gamalt glæsihýsi í Chelsea hverfinu í London. Líf hennar mun taka stakkaskiptum en það sem hún veit ekki er að það eru aðrir sem hafa einnig beðið eftir þessum degi í 25 ár.  Æsispennandi saga sem heldur lesandanum á tánum allt að lokametrunum. 

 

 

 

 

.
 

Materiale

Raunvitund
Höf: Hans Rosling 

Þegar við erum spurð einfaldra spurninga um hvernig ýmsum málum heimsins er háttað; af hverju fjölgar fólki, hversu margar ungar konur fara í nám, hve mörg okkar lifa í fátækt - svörum við rangt á kerfisbundinn hátt. Svörin eru meira að segja svo röng að simpansar sem velja svörin af handahófi svara fleiri spurningum rétt en rannsóknarblaðamenn, fjárfestar og þeir sem eru tilnefndir til Nóbelsverðlauna. Vandamálið er að við vitum ekki að við vitum ekki og jafnvel ágiskanir okkar eru litaðar af ómeðvituðum en fyrirsjáanlegum fordómum.

 

Materiale

All the Light We Cannot See
Höf: Anthony Duerr 

Í þessari metsölubók Anthony Duerr sem hlaut Pulitzer verðlaunin árið 2015 vefur hann saman sögur tveggja ótengdra einstaklinga. Marie Laurie er aðeins tólf ára þegar París er hertekin af nasistum og hún neyðist til að flýja borgina ásamt föður sínum og ómetanlegum dýrgrip af Náttúruminjasafninu. Werner Pfenning elst munaðarlaus upp í námubæ í Þýskalandi ásamt litlu systur sinni. Systkini heillast af gömlu útvarpi og þaðan fá þau fréttir og sögur af heimi sem þau geta aðeins ímyndað sér. Með aldrinum verður Werner sérfræðingur í að setja saman og búa til tæki sem notuð eru til að hafa upp á mótspyrnuhreyfingum í stríðinu. 
Falleg saga um góðmennsku í hörðum heimi.

Materiale

Ég verð hér
Höf: Marco Balzano

Þegar brestur á með styrjöld eða flóði flýr fólkið burt. Trina fer þó hvergi. Hún er þrjósk eins og landamæraþorpið sem hún hefur alist upp í og setur sig upp á móti fasistunum sem koma í veg fyrir að hún geti stundað kennslu. Hún er óhrædd við að flýja á fjöll með eiginmanni sínum, sem hefur gerst liðhlaupi. Og þegar stíflulónið er við það að drekkja bæði högum og híbýlum grípur hún til varna með því vopni sem enginn getur nokkru sinni tekið frá henni, orðunum. 

 

     

Materiale

Aprílsólarkuldi
Höf: Elísabet Jökulsdóttir

Aprílsólarkuldi lýsir föðurmissi Védísar, skólastúlku sem er einstæð móðir; ástinni sem kemur næstum jafn óvænt og ferlinu inn í sjúkdóm, öllu í einni augnablikseilífð. Reykjavík og hennar fólk fær á sig sérstakan blæ með lýsingum í ekta Elísabetarstíl sem hér er djúptær, litaður flæði og frelsi ljóðsins. Aprílsólarkuldi hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2020. 

 

   

 

Materiale

Síðasta setning Fermats
Höf: Simon Singh

Í bókinni er ævintýraleg saga Síðustu setningar Fermats rakin af stærðfræðilegri hugvitsssemi, frá því að stærðfræðingurinn Fermat (1601–1665) skrifaði á spássíu í bók að hann hefði dásamlega sönnun á setningunni en að spássían rúmaði hana ekki. 

 

 

 

.

 

Materiale

Verstu börn í heimi
Höf: David Walliams

Tíu bráðfyndnar sögur af alveg hreint hræðilegum börnum! Hvern hefði grunað að börn gætu verið svona slæm! David Walliams stendur fyrir sínu og eru bækur hans sívinsælar hér hjá okkur á safninu. Þessi er kjörin til að taka með í bústaðinn.   

 

     

 

 

    

  

Materiale

Cat's Cradle
Kurt Vonnegut 

Mikilvæg háðsádeila Vonneguts frá árinu 1963 birtir okkur mynd af nútímanum og því brjálæði sem honum fylgir. Í þessari dystópísku sögu er fjallað um tækni, trú og vísindi á bráðfyndin hátt og fær lesandann til að taka upp bókina aftur og aftur. 

 

 

     

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 25. apríl, 2023 14:03