Sögur - Bókaverðlaun barnanna
Hvað er Sögur?
Sögur - verðlaunahátíð barnanna er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins, KrakkaRÚV, Menntamálastofnunnar, Reykjavík Bókmenntaborgar UNESCO, Borgarleikhússins, List fyrir alla, Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur og IBBY á Íslandi.
Verkefni Sagna er tvíþætt, að hvetja börn til sköpunar og lyfta upp verkum þeirra og svo að gefa börnum rödd til að segja hvað þeim finnst best af því sem er gert á sviði barnamenningar.
Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar smiðjur þar sem við hvetjum börn til að skapa sín eigin verk sem þau geta sent inn í samkeppni Sagna. Samkeppnin er að hausti og geta börn í 3.-7. bekk sent inn í fjórum flokkum, smásögu, stuttmyndahandrit, leikritahandrit og lag og texta.
Í byrjun árs velja dómnefndir í hverjum flokki hvaða smásögur, handrit og tónlist verða unnin áfram af fagfólki og verðlaunuð á Sögum – verðlaunahátíð barnanna. Börnin sem eiga sigurverk í flokki smásagna fá tækifæri til að vinna þær áfram með ritstjóra. Menntamálastofnun gefur svo út sögurnar í bók, Risastórar smásögur. Börnin sem vinna í flokki stuttmyndahandrita fá tækifæri til að vinna með KrakkaRÚV að framleiðslu stuttmyndarinnar. Börnin sem vinna í flokki leikrita fá tækifæri að vinna með leiklistarskóla Borgarleikhússins að uppsetningu leikritsins og börnin sem vinna í flokki tónlistar og texta fá tækifæri að vinna með pródúsent við útsetningu lagsins. Á verðlaunahátíðinni er svo fengið þekkt tónlistarfólk til að flytja lögin.
Í febrúar og mars geta börn í 1. - 7. bekk kosið sínar uppáhaldsbækur í Bókaverðlaunum barnanna í skólum og bókasöfnum um allt land. Í apríl heldur Borgarbókasafnið tilnefningarhátíð þar sem tilkynnt er hvaða fimm íslenskar og fimm þýddar barnabækur börnin völdu sem sínar uppáhalds og þá opnar á vef KrakkaRÚV kosning Sagna þar sem börnin kjósa í öllum flokkum það sem þeim finnst standa upp úr á sviði barnamenningar.
Í byrjun júní verða úrslitin kynnt bæði úr kosningunni og samkeppnunum á stórglæsilegri verðlaunahátíð sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV.
Bókaverðlaun barnanna
Í febrúar og mars er börnum á aldrinum 6-12 ára boðið að kjósa uppáhalds barnabækur ársins.
Kosningin fer fram ár hvert á almennings- og skólabókasöfnum um allt land og hér á vef Borgarbókasafnsins. Börnin geta valið eina til þrjár bækur sem þeim finnast skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar af hvaða ástæðu sem er. Við bjóðum Grunnskólum og almenningsbókasöfnum að panta með tölvupósti veggspjöld sem þau fá send á kostnað viðtakenda eða sækja á næsta Borgarbókasafn. Veggspjöldin aftur til 2014 eru einnig aðgengileg hér neðst á síðunni. Hér er svo hægt að nálgast kjörseðla fyrir skólabókasöfn (pdf) og almenningsbókasöfn (pdf). Opið verður fyrir kosningu 12. febrúar - 22. mars 2024. Börnin geta merkt kjörseðlana og hvetjum við söfnin til þess að draga út heppinn þátttakenda og veita viðurkenningu fyrir þátttöku. Við biðjum öll þátttökusöfn og -skóla um að skrá atkvæðin í talingarskjal og senda sínar lokatölur fyrir 31. mars 2024 til verkefnastjóra verkefnisins.
Bókaverðlaun barnanna er hluti af SÖGUR, verðlaunahátíð barnanna svo að þátttakendur geta stutt sínar uppáhaldsbækur áfram í kosningu KrakkaRÚV. Opnað verður fyrir kosningu apríl 2023. Úrslit verða kynnt á Sögur - verðlaunahátíð barnanna sem sýnd er í beinni útsendingu á RÚV í júní 2023.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | s . 411-6146
Tilnefningar og vinningshafar
Tilnefningar fyrir Sögur - Bókaverðlaun barnanna. Vinningshafarnir eru feitletraðir.
2024
Íslenskar barnabækur:
Alexander Daníel Hermann Dawidsson - bannað að drepa, Gunnar Helgason, myndir Rán Flygenring
Bella gella krossari, Gunnar Helgason, kápa og handskrift Rán Flygenring
Lára missir tönn, Birgitta Haukdal, myndirAnahit Aleqsanian og Elen Nazaryan
Orri óstöðvandi - jólin eru að koma, Bjarni Fritzon, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Salka - hrekkjavakan, Bjarni Fritzon, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Þýddar barnabækur:
Bluey - góða nótt leðurblaka, texti Rebecca Gerlings
Dagbók Kidda klaufa - rokkarinn reddar öllu, Jeff Kinney
Hundmann - flóadróttinssaga, Dav Pilkey
Mbappé er frábær, Simon Mugford, myndir Dan Green
Messi er frábær, Simon Mugford, myndir Dan Green
2023
Íslenskar barnabækur:
Alexander Daníel Hermann Dawidsson - bannað að ljúga eftir Gunnar Helgason, myndir Rán Flygenring
Hanni granni dansari eftir Gunnar Helgason
Orri óstöðvandi : draumur Möggu Messi eftir Bjarna Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Salka - tímaflakkið eftir Bjarna Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Skólaslit eftir Ævar Þór Benediktsson, myndir Ari H.G. Yates
Þýddar barnabækur:
Dagbók Kidda klaufa - meistarinn eftir Jeff Kinney
Ekki opna þessa bók þú munt sjá eftir því, Andy Lee, myndir Heath McKenzie, þýðandi Huginn Þór Grétarsson
Fótboltastjörnur - Salah er frábæ eftir Simon Mugford, þýðandi Guðni Kolbeinsson
Handbók fyrir ofurhetjur - Sjöundi hluti, Endurheimt eftir Elias og Agnes Våhlund, þýðandi Ingunn Snæland
Hundmann og kattmann eftir Dav Pilkey, þýðandi Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
2022
Íslenskar barnabækur:
Alexander Daníel Hermann Dawidsson; bannað að eyðileggja eftir Gunnar Helgason, myndir Rán Flyenring
Kennarinn sem kveikti í, Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
Lára bakar eftir Birgittu Haukdal, myndir: Anahit Aleqsanian
Orri óstöðvandi: kapphlaupið um silfur Egils eftir Bjarna Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Palli playstation eftir Gunnar Helgason
Þýddar barnabækur
Dagbók Kidda klaufa 15: Á bólakafi eftir Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson
Ekki opna þessa bók: ALDREI! eftir Andy Lee, myndir Heath McKenzie, þýðandi Huginn Þór Grétarsson
Handbók fyrir ofurhetjur: sjötti hluti – vonalaust eftir Elias og Agnes Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal
Hundmann: tveggja katta tal eftir Dav Pilkey, þýðandi Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Leyndarmál Lindu 8: Sögur af ekki svo gömlu ævintýri eftir Rachel Renée Russel, þýðandi Helgi Jónsson
2021
Íslenskar barnabækur:
Hetja - Björk Jakobsdóttir, myndir Freydís Kristjánsdóttir
Lára lærir að lesa - Birgitta Haukdal, myndir Anahit Aleqsanian
Orri óstöðvandi: bókin hennar Möggu Messi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Þín eigin undirdjúp - Ævar Þór Benediktsson
Öflugir strákar - Bjarni Fritzson
Þýddar barnabækur :
Alls ekki opna þessa bók - Andy Lee, þýðandi Huginn Þór Grétarsson
Dagbók Kidda klaufa: Snjóstríðið - Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson
Handbók fyrir ofurhetjur: horfin - Elias og Agnes Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal
Hundmann: Taumlaus - Dav Pilkey, þýðandi Bjarki Karlsson
Verstu kennarar í heimi - David Walliams, myndir Tony Ross, þýðandi Guðni Kolbeinsson
2020
Íslenskar barnabækur:
Barist í Barcelona - Gunnar Helgason
Draumaþjófurinn - Gunnar Helgason, myndir Linda Ólafsdóttir
Kennarinn sem hvarf - Bergrún Íris Sævarsdóttir
Orri óstöðvandi: Hefnd glæponanna - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Þinn eigin tölvuleikur - Ævar Þór Benediktsson
Þýddar barnabækur:
Handbók fyrir ofurhetjur – Vargarnir koma - Elias Vahlund, þýðandi Ingunn Snædal
Dagbók Kidda klaufa - Allt á hvolfi - Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson
Hundmann - Dav Pilkey, þýðandi Bjarki Karlsson
Í alvöru ekki opna þessa bók - Andy Lee, þýðandi Huginn Þór Grétarsson
Kiddi Klaufi: Randver kjaftar frá - Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson
2019
Íslenskar barnabækur:
Fíasól gefst aldrei upp eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Henri rænt í Rússlandi eftir Þorgrím Þráinsson
Orri óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Siggi sítróna – Gunnar Helgason
Þitt eigið tímaferðalag eftir Ævar Þór Benediktsson
Þýddar barnabækur:
Handbók fyrir ofurhetjur, annar hluti: Rauða gríman eftir Elias Våhlund, þýðandi Ingunn Snædal
Dagbók Kidda klaufa - Leynikofinn eftir Jeff Kinney, þýðandi Helgi Jónsson
Leyndarmál Lindu: sögur af ekki-svo gáfaðri sem veit-allt eftir Rachel Renée Russell, þýðandi Helgi Jónsson
Miðnæturgengið eftir David Walliams, þýðandi Guðni Kolbeinsson
Verstu börn í heimi 2 eftir David Walliams, myndir Tony Ross, þýðandi Guðni Kolbeinsson
Vinningshafar 2002-2018 í flokki íslenskra og þýddra barnabóka
2018
Amma best eftir Gunnar Helgason
Dagbók Kidda klaufa: furðulegt ferðalag eftir Jeff Kinney, í þýðingu Helga Jónssonar
2017
Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason, myndir: Rán Fygenring
Dagbók Kidda klaufa: hundaheppni eftir Jeff Kinney, í þýðingu Helga Jónssonar
2016
Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason, myndir: Rán Flygenring
Dagbók Kidda klaufa: besta ballið eftir Jeff Kinney, í þýðingu Helga Jónssonar
2015
Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson, myndir: Evana Kisa
Dagbók Kidda klaufa: kaldur vetur eftir Jeff Kinney, í þýðingu Helga Jónssonar
2014
Rangstæður í Reykjavík eftir Gunnar Helgason
Amma glæpon eftir David Walliams, í þýðingu Guðna Kolbeinssonar
2013
Aukaspyrna á Akureyri eftir Gunnar Helgason
Dagbók Kidda Klaufa: Svakalegur sumarhiti eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar
2012
Skemmtibók Sveppa eftir Sverri Þór Sverrisson, ljósmyndir Bragi Þór Hinriksson og Rósa Guðbjartsdóttir
Dagbók Kidda klaufa: Ekki í herinn! eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar
2011
Ertu guð, afi? eftir Þorgrím Þráinsson
Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan í þýðingu Höllu Sverrisdóttur
2010
Núll núll 9 eftir Þorgrím Þráinsson
Stórskemmtilega stelpubókin eftir Andrea J. Buchanan í þýðingu Höllu Sverrisdóttur
2009
Fíasól er flottust eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Skúli skelfir og villta, tryllta tímavélin eftir Fransesca Simon í þýðingu Guðna Kolbeinssonar
2008
Loforðið eftir Hrund Þórsdóttur
High school musical: skólasöngleikurinn eftir N. B. Grace, Snorri Hergill Kristjánsson þýddi
2007
Fíasól á flandri eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Eragon: öldungurinn eftir Christopher Paolini, Guðni Kolbeinsson þýddi
2006
Fíasól í Hosiló eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Harry Potter og blendingsprinsinn eftir J.K. Rowling, Helga Haraldsdóttir þýddi
2005 - Einnig veitt verðlaun í flokki fræðibóka
Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur
100% Nylon eftir Mörtu María Jónsdóttur
Kafteinn Ofurbrók og brjálaða brókarskassið eftir Dav Pilkey, Bjarni Frímann Karlsson þýddi
2004
Strandanornir eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Harry Potter og Fönixreglan eftir J.K. Rowling, Helga Haraldsdóttir þýddi
2003
Marta smarta eftir Gerði Kristnýju
Kafteinn Ofurbrók og innrás ótrúlega asnalegu eldhúskerlinganna utan úr geimnum (og uppreisn afturgengnu nördanna úr mötuneytinu) eftir Dav Pilkey, Bjarni Fr. Karlsson þýddi
2002
Í mánaljósi, ævintýri Silfurbergþríburanna eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur
Harry Potter og eldbikarinn eftir J.K. Rowling, Helga Haraldsdóttir þýddi
Veggspjöld:
2024 JPG / PDF
2023: JPG / PDF
2022: JPG / PDF
2021: JPG / PDF
2020: JPG / PDF
2019: JPG / PDF
2018: JPG / PDF
2017: JPG / PDF
2016: JPG / PDF
2015: JPG / PDF
2014: JPG / PDF