Smátextar | Þau

Þau

Þegar hún lokaði augum móður sinnar fann hún fyrir létti.

Hann tók sængina sína, vafði henni saman og stakk undir handlegginn, leit yfir herbergið og brosti.

Þau skrifuðu bæði undir plaggið, stóðu upp og fóru hvort sína leið.

Hvítvínið var orðið hálfvolgt. Hún hellti því í vaskinn.

Höfundur: Ragnheiður Lárusdóttir

Næsti smátexti: Leyfi