Smátextar | Orðið er laust

Orðið er laust

Óskað er eftir orðum
sem vilja taka þátt
í ljóðum eftir lítt þekkta höfunda
orðin verða að falla vel að tungu
vera rétt stafsett
mega vera samsett
geta staðið ein og sér
eða í hóp með öðrum orðum
æskilegt að þau hafi komið fyrir í öðrum ljóðum
meðmæli, loforð eða vottorð kærkomin
frá eldri ljóðum
eða íðorðum
hafi óflekkað orðspor
og ekki óorð á sér
reynsla í orðaleikjum kemur sér vel
hvetjum sérstaklega
              nýorð
              kvenkynsorð
              hvorugkynsorð
til að sækja um
vinnutími ekki meitlaður í stein
              en vonandi næstu hundruð ára
 
laun samkvæmt guðsorði

Höfundur: Hraunfjörð

Næsti smátexti: Sagan af brauðinu góða