Smátextar | Mexíkó

Mexíkó

Mexíkó,
þú heita mörk,
saga þín blóði drifin
um aldir og björk.

Þú hefur gefið mér gjafir
af örlæti þínu nóg,
hjartahlýju og yl,
brosmildu augun þín svörtu,
tungumálið þitt fagra
og þokkann í salsanu.
Ég þakka þér mín kæra Mexíkó.

Mexíkó
Hummingbird
í loftinu frýs.
Jacarandas
þú töfrandi fegurð.
Coyote starandi
í morgunhillingunni.
Asninn, burðardýr
svo sorgmæddur
á svipinn.
Milljón kóngafirðildi
á flugi úr norðrinu.
Ég þakka þér mín kæra Mexíkó.

Höfundur:  Sigurlaug Guðmundsdóttir

Næsti smátexti: Appið