Leiðbeiningar fyrir Rafbókasafnið

Hægt er að njóta þess sem Rafbókasafnið hefur upp á að bjóða eftir ýmsum leiðum en fyrsta skrefið er einfaldlega að skrá sig með bókasafnskírteininu. Rafbókasafnið byggir á OverDrive rafbókaveitunni sem hægt er að fá aðgang að gegnum vafra, öpp eða forrit. Hér að neðan finnurðu helstu valmöguleikana sem standa til boða.

Borgarbókasafnið býr yfir miklu safni prentaðra bóka og tónlistar á flötum vínyl og plasti og hér á nýjum vef safnsins er auðveldara fyrir notendur að finna spennandi efni, taka það frá og sækja í það safn sem þeim hentar. En við veitum líka lánþegum aðgang að efni á stafrænu formi sem er hægt að nálgast hvenær sem er í tölvu, spjaldtölvum og símum.

Skráning

Nauðsynlegt er að hafa gilt bókasafnskort og PIN-númer hjá Borgarbókasafni eða öðru aðildarsafni.

Í fyrsta skipti sem notandi skráir sig þarf hann að stimpla inn strikamerkisnúmerið á bókasafnskortinu sínu og PIN-númer. Númerið er oftast framan á kortinu og byrjar á GE, A, B, IL eða 400.

Ef númerið er ekki skráð á bókasafnsskírteinið má finna það hér á vefnum með því að skrá sig inn, opna „Mínar síður“ og fara í „Mínar stillingar“. Þá má líka hafa beint samband við bókasafnið til að fá aðstoð.

Einnig er hægt að skrá sig með Facebook eða sérstökum OverDrive-aðgangi en til þess að fá lánað þarf að gefa upp númerið á bókasafnskortinu og PIN-númer í fyrsta skipti sem það er gert.

Libby appið í síma og snjalltæki

Á Facebook-síðu Rafbókasafnsins má finna ítarlegar skref-fyrir-skref leiðbeiningar fyrir Libby appið! Hægt er að lesa rafbækur og hlusta á hljóðbækur í Libby appinu sem til er fyrir iOS, Android og Windows 10 síma og önnur snjalltæki og má nálgast það í Play Store (Android), App Store (iOS) og hjá Microsoft (Windows 10).

Libby byggir á rafbókaveitunni OverDrive sem einnig er hægt að nota á appformi ef Libby hentar notandanum ekki. 

Lesbretti

Hægt er að lesa bækur Rafbókasafnsins á þeim lesbrettum sem notast við ePub formið. Þetta eru flestar gerðir lesbretta aðrar en Kindle. Ekki er hægt að lesa bækur Rafbókasafnsins í Kindle lesbrettum að Kindle Fire undanskildu.

Til þess að lesa bók frá Rafbókasafninu á lesbretti þarf fyrst að stofna Adobe ID-aðgang og sækja og setja upp Adobe Digital Editions forritið á tölvu. Bókinni er svo hlaðið niður á tölvuna, hún opnuð í Adobe Digital Editions og færð þaðan yfir á lesbrettið.

Og ef þér líkar Rafbókasafnið ...

Notendur Borgarbókasafnsins hafa einnig aðgang að ýmsum gerðum af tónlist á tónlistarveitunni Naxos