Rafbókasafnið | Raf- og hljóðbækur á ensku og íslensku

Ef þú átt kort hjá Borgarbókasafninu hefur þú aðgang að Rafbókasafninu, rafbokasafn.is. 

Þú getur lesið rafbækurnar eða hlustað á hljóðbækurnar í Libby appinu  eða á vefnum.

Kostar aðgangur að Rafbókasafninu?

Ef þú átt bókasafnskort hjá Borgarbókasafninu, eða öðrum aðildarsöfnum Rafbókasafnsins, færð þú frían aðgang að Rafbókasafninu! Sjá lista yfir aðildarsöfn hér.

Hvernig fæ ég aðgang að Rafbókasafninu?

Safnið finnurðu á rafbokasafn.is og þar einfalt skráningarferli. Nota þarf númerið á bókasafnskortinu og lykilorð til þess að virkja aðganginn. Til þess að nota Rafbókasafnið í síma eða í spjaldtölvunni mælum við með að hlaða niður appinu Libby.

Vantar þig lykilorð? Hér finnur þú það!

Nánari leiðbeiningar fyrir Rafbókasafnið.

Hvað má hafa bækur lengi í láni?

Hverja bók má hafa að láni í 7, 14 eða 21 dag. Bók sem hefur verið tekin að láni skilast sjálfkrafa að lánstíma liðnum og því er engin hætta á dagsektum. Auðvitað er líka hægt að skila fyrr. Ef enginn er að bíða eftir að bókin losni getur þú framlengt lánstímann, sá möguleiki opnast 72 klukkustundum áður en bókinni er skilað sjálfkrafa. 

Hvað má fá margar bækur að láni í einu?

Þú getur haft 21 bók að láni í einu og sett inn 21 fráttekt.

Bókin sem mig langaði að lesa er ekki á Rafbókasafninu. Hvað skal þá gera?

Þá er hægt að senda inn innkaupatillögu, á rafbokasafnid.is. Hægt er að mæla með kaupum á 3 bókum á 14 daga fresti.

Þarf að tengast netinu til að lesa eða hlusta á rafbækur?

Hægt er að hlaða bókum niður í Libby appinu eða Adobe Digital Editions forritinuSjá nánar um þessi forrit í leiðbeiningum.

Er hægt að nota Rafbókasafnið án þess að hlaða niður öppum eða forritum?

Hægt er að lesa rafbækur eða hlusta á hljóðbækur frá Rafbókasafninu í vafra í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum og því er ekki nauðsynlegt að hlaða niður neinum öðrum forritum til þess.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar varðandi Rafbókasafnið sendu þá póst á rafbokasafnid@borgarbokasafn.is.

Og að lokum má ekki gleyma því Borgarbókasafnið mikið safn prentaðra bóka sem hægt er að lesa án nokkurra appa eða forrita! Í leitarglugganum hér a vefnum er hægur leikur að leita að bókum eða öðru efni, taka frá og sækja á það safn sem hentar.