Um þennan viðburð
Jóla-Pikknikk með Hjálparkokkum
Þér er boðið í Jóla-Pikknikk með Hjálparkokkum í hlýlegu og opnu umhverfi Fríbúðarinnar á bókasafninu Gerðubergi.
Boðið er upp á að skreyta jólasmákökur og gæða sér á heitu kakói. Á staðnum eru spilastokkar fyrir áhugasöm að grípa í og einnig velkomið að taka með hannyrðir til að dunda við á meðan viðburðinum stendur.
Hjálparkokkar eru samtök sem styðja með margvíslegum hætti við fólk sem lifir í fátækt . Þú sýnir stuðning í verki með því einu að mæta á svæðið og sitja með okkur. Þau sem vilja og hafa tök á geta einnig fært Hjálparkokkum jólapakka , sem þeir koma svo áleiðis. Frekari upplýsingar um söfnun jólagjafa á Facebook-síðu Hjáparkokka
Vertu með okkur í Jóla-Pikknikki og ef þú vilt, þá er þér einnig velkomið að koma með eigið nesti og deila með öðrum.
Öll velkomin og þátttaka ókeypis.
Meira um Pikknikk á bókasafninu HÉR
Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is