Loftslagskaffi -  Gjafaskipti

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
enska og íslenska
Spjall og umræður

Gjafaskipti | Opnun með Loftslagskaffi

Fimmtudagur 12. desember 2024

Taktu þátt í gjafaskiptum með Loftslagskaffi - sem er hvoru tveggja umhverfisvænt og streitulosandi.
Komdu með notað sem nýst getur sem gjöf fyrir aðra. 

Marina og Marissa hjá Loftslagskaffi Íslands opna fyrir skipti á gjöfum með fyrri líf. Komið með það sem þið viljið skiptast á og hjálpið okkur að setja upp og skreyta rýmið með grænni gleði. 

Þegar rýmið hefur verið umvafið hlýlegum jólaanda er tilvalið, að fá sér te eða kaffi og skiptast á hugsunum, tilfinningum og upplifunum sem við tengjum við hátíðarnar - er þakklæti, gleði eða sorg í huga fólks? Árslok geta reynst mörgum erfið þegar neyslan tekur völd. Í Loftslagskaffi gefum við okkur svigrúm og tíma til að hlúa að, deila og ljá öðrum eyra.  

Öll hvött til að gera notað að nýrri gjöf - breyta því sem þú eða börnin þín eruð hætt að nota og gæti veitt öðrum gleði eða nýst jólasveinum sem skógjafir. 

Opnunarviðburður á Facebook

Gjafaskiptamarkað Loftslagskaffis 12.-15. desember á Facebook.  

Skiptin hefjast með opnun fimmtudaginn 12. desember kl. 17 og standa yfir til sunnudagsins 15. desember kl. 17:00. Á þeim tíma er öllum er velkomið að bæta við gjöfum á borðið eða taka sér gjöf og jafnvel skilja eftir hátíðarhugleiðingu á trénu Loftslagskaffis.  

Svona virka gjafaskiptin: 

Komdu með eitthvað ef þú vilt.  
Taktu eitthvað ef þú vilt.  
Hlutir skulu vera hreinir og í nothæfu standi.  
Vinsamlegast ekki pakka gjöfunum inn. 
Föt og stórir/þungir er afþakkað að þessu sinni.  

Hægt er að taka gjöf án þess að koma með gjöf. 

Í ár er áherslan á það sem glatt gæti barn á jólunum (leikföng/leiki/bækur/skógjafir o.s.frv.) eða eitthvað til skrauts eða nota á heimilinu (kerti/rammar/plöntur/vasar/skreytingar/bækur o.s.frv.).  

Öll velkomin, þátttaka ókeypis.  

Verslum minna og deilum meira. 

Nánar um Loftslagskaffi Íslands á Facebook  

Frekari upplýsingar um verkefnið Loftslagskaffi veita: 
Marina Ermina, marina@greenwellbeing.org 
Marissa Sigrún Pinal, msp5@hi.is