Loftslagskaffi Íslands
Loftslagskaffi Íslands er skapandi verkefni sem hefur það að markmiði að auka samstöðu, virðingu og seiglu einstaklinga og samfélagsins með því að styrkja tengsl fólks við hvert annað, náttúruna og sjálfbæra lifnaðarhætti.
Á viðburðum Loftslagskaffisins er lögð áhersla á að mynda hlýja stemningu sem býður gestum upp á stund þar sem hægt er að horfa inn á við og upplifa núvitund. Viðburðirnir sem eru í senn um alvarlega hluti en eru stýrðir með léttleika, hlýju, húmor og skapandi hugsun. Þeir geta gagnast bæði þeim sem upplifa umhverfislömun, virkum aktivistum og allra þar á milli. Teymi Loftslagskaffis, Marina Ermina og Marissa Sigrún Pinal, hefur mikla reynslu af því að leiða hópa í öndun, hugleiðslu, og fleira sem styður við að ná ró og skapa aðstæður fyrir slökun og núvitund. Í samstarfi við Amtsbókasafnið á Akureyri, Hversdagssafnið á Ísafirði og Borgarbókasafnið í Reykjavík verða haldnar reglulegar samverustundir með nærsamfélaginu í hverju landshorni fyrir sig.
Þessi vegferð er farin vegna áskoranna sem felast í breytingunum á loftslagi jarðarinnar, síminnkanndi líffjölbreytni og vistkerfishruni sem blasir við mannkyninu og öllum lífverum jarðarinnar. Áhrifin á hugarheim og líðan einstaklinga þegar hugsað er til ógna á borð við þeim sem lýst er hér að ofan eru margvísleg, oft íþyngjandi, og geta lýst sér meðal annars sem reiði, afneitun, kvíða og depurð. Tilfinningar eins og þessar eru því miður mjög algengar og oft er talað um að fólk upplifi loftslagskvíða.
Loftslagskvíði getur leitt til umhverfislömunar (eco-paralysis) sem hindrar getu fólks til að bregðast við áskorununum, t.a.m. að tileinka sér sjálfbærari lifnaðarhætti, þrýsta á stjórnvöld, taka þátt í aktivisma, leiða eða taka þátt í verkefnum sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og margt fleira. Á samverustundum Loftslagskaffis er leita að áhrifaríkum leiðum til að bregðast við loftslagskvíða og aðrar erfiðar tilfinningar tengdar náttúruváum með því að mynda tengsl, að hlusta og veita áheyrn, og læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, hvoru öðru og náttúrunni. Það að rækta með sér núvitund og sætta sig við eigin tilfinningar getur gert mann betri í að hlusta, sýna öðrum samkennd og skapa rými fyrir tilfinningalegar upplifanir annarra.
Verkefni styður við eftirfarandi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun:
Samstarfsaðilar verkefnis: Loftslagskaffi Íslands, Amtsbókasafnið á Akureyri, Hversdagssafnið á Ísafirði og Borgarbókasafnið í Reykjavík ásamt tengdum hagaðilum í nærsamfélagi hvers bókasafns.
Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.
Nánari upplýsingar um Loftslagskaffi Íslands veita:
Marina Ermina, marina@greenwellbeing.org
Marissa Sigrún Pinal, msp5@hi.is