Bækur fyrir 13+
Bækur um allt milli himins og jarðar
Hér er hægt að gramsa og finna áhugaverðar bækur. Bókalistarnir henta lesendum 13 ára og eldri.
Ertu með hugmynd að góðum bókalista? Þá hvetjum við þig til að senda okkur skilaboð!
Ef bókin sem þú leitar að er ekki til í Borgarbókasafninu má alltaf senda inn innkaupatillögu.
Spenna og hryllingur
Sögur um launráð og leyndarmál, ófreskjur, galdra og glæpi sem koma blóðinu á hreyfingu.
Átakanlegar og hjartnæmar
Fáðu útrás fyrir tilfinningarnar í gegnum hrífandi, átakanlegar og ljúfsárar sögur.
Fantasíuheimar
Hér er feikilangurlisti af flottum fantasíum. Sökktu þér í nýja ævintýraheima þar sem allt getur gerst!
Áttu eitthvað annað en doðrant?
Hér er listi yfir nokkrar góðar bækur sem henta unglingum sem eru í styttri kantinum.
Við elskum íþróttir
Keppnisskap, þrautseigja, samstaða, liðsheild, tap og sigur! Íþóttir eru eins og lífið, allt getur gerst.
Hjartans mál
Viltu leggja upp í ferðalag um San Francisco að næturlagi með Jack og Beatrix? Hér finnurðu bækur um ástina og önnur öfl sem hreyfa við hjartanu.
Transbækur
Bækur sem tengjast transmálefnum á einn eða annan hátt, en talsvert hefur verið aukið við þann bókakost undanfarið.
Kynverulegar bækur
Last þú KynVeru og langar að lesa fleiri svipaðar bækur? Hér er fleira efni úr Ungfó deildinni og víðar sem hægt er að sökkva sér í.