
Um þennan viðburð
Útgáfuhóf | Auður Þórhallsdóttir - Miðbæjarrottan; húsin í bænum
Í tilfefni af útgáfu bókarinnar Miðbæjarrottan; Húsin í bænum, sem er þriðja barnabókin í bókaflokknum um Miðbæjarrottuna Rannveigu, býður höfundur til útgáfuhófs í Grófinni. Öll velkomin. Léttar veitingar í boði.
Um bókina
Þetta er þriðja bókin um miðbæjarrottuna Rannveigu. Nú kynnist hún gömlum fjósketti sem saknar sveitarinnar og segir húsin í Reykjavík bæði ljót og leiðinleg en með hjálp frá Rannveigu og ömmu Bardúsu fer Fjalar fjósköttur að sjá borgina með öðrum augum. Bókin er bæði fróðleg og ríkulega myndskreytt en sagt er á skemmtilegan máta frá sögu nokkurra merkra húsa í Reykjavík og hvernig virkja má ímyndunaraflið og skilningarvitin til þess að auka skynjun okkar á byggingarlist og umhverfi okkar almennt.
Auður Þórhallsdóttir er höfundur bæði texta og mynda.
Um höfundinn
Auður Þórhallsdóttir hefur myndlýst og skrifað nokkrar barnabækur, þar á meðal bækurnar um miðbæjarrottuna Rannveigu. S.l vetur var sett upp sýning með skissum úr Miðbæjarrottu bókunum í Borgarbókasafninu Grófinni, sem vakti mikla lukku meðal yngri safngesta.
Fyrir nánari upplýsingar
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100