Jólaskrautsskiptimarkaður
Farðu yfir jólaskrautið í geymslunni og gefðu því nýtt líf!
Átt þú jólaskraut sem fær ekki að fara upp að því þú ert með leið á því eða hefur ekki pláss fyrir það lengur? Kannski gæti einhver annar nýtt sér það og sett upp heima hjá sér. Komdu með jólaskrautið sem fær ekki lengur að fara upp og skiptu því út fyrir eitthvað nýtt sem einhver annar hefur skilið eftir. Jólaskrautið getur verið allskonar, svo sem skraut á tréð, gluggaskraut, jólastytta og annað slíkt sem kemur upp úr jólakössunum.
Jólaskrautsskiptimarkaðurinn er hluti af markaðsröð í Borgarbókasafninu Sólheimum en það fagnar tvöföldu afmæli í ár. Annars vegar er útibú III, forveri Sólheimasafns 75 ára, og hins vegar er Sólheimasafn sjálft 60 ára, en það opnaði í núverandi húsnæði 4. janúar 1963. Nýtni og græn gildi hafa ávallt einkennt starfsemi Sólheimasafns og svo verður einnig í ár. Boðið verður upp á fjölbreytta skiptimarkaði allt árið þar sem endurnýting og hringrásarhugsun verða í brennidepli.
Öll velkomin!
Sjá viðtal við Guðríði deildarstjóra um markaðsröðina í Borgarbókasafninu Sólheimum...
Nánari upplýsingar veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Sólheimum
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | s: 411-6201