Um þennan viðburð
100 ára afmæli | Borgarbókasafnið Kringlunni
Hjartanlega velkomin á Borgarbókasafnið Kringlunni í tilefni 100 ára afmælisins. Í boði er skemmtileg dagskrá fyrir unga sem aldna; bókmenntaganga, sögustund, föndur, ratleikur og kaffi, djús og bollakaka í boði fyrir öll sem vilja njóta dagsins með okkur.
Í boði allan daginn frá kl. 12:00-17:00:
- Sýning á afmæliskveðjum frá leikskólabörnum
- Taktu sjálfu sjálft/sjálf/sjálfur
- Föndurfjör
- Ratleikur – leitaðu að ýmsum sögupersónum
Hlustaðu á leiklesin leikrit af vínyl
Kl. 14:00 – 15:30
Afmælisbókmenntaganga um nágrenni Kringlusafns í fylgd rithöfundanna Kristínar Steinsdóttur og Dags Hjartarsonar.
Guttormur Þorsteinsson leiðir gönguna fyrir hönd safnsins.
Kl. 14:00
Sögustund með Evu Rún Þorgeirsdóttur
Hún hefur m.a. skrifað bækurnar um Stúf og þríleikinn um Lukku og hugmyndavélina.
Kl. 14:00-16:00
Afmæliskaffi
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í öllum söfnum okkar helgina 15. og 16. apríl.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | 411 6200