Dagur Hjartarson og Kristín Steinsdóttir
Dagur Hjartarson og Kristín Steinsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Liðnir viðburðir

100 ára afmæli | Bókmenntaganga með Kristínu og Degi

Sunnudagur 16. apríl 2023

Í tilefni 100 ára afmælis Borgarbókasafnsins ætlar Guttormur Þorsteinsson bókavörður að leiða göngu um nágrenni Kringlusafns þar sem hann sækir heim skáldin í hverfinu og fræðir okkur um þau. Kristín Steinsdóttir setur túrinn og sækir heim bókasafnið ásamt Eddu, sögupersónu hennar úr bókinni Á eigin vegum. Dagur Hjartarson setur svo endapunktinn með því að lesa fyrir okkur ljóð sem tengjast Hlíðunum. Þar á milli setjumst við á skólabekk í Álftamýraskóla, fræðumst um Fossvoginn og felum okkur fyrir ræningjum í Öskjuhlíð.

Við hittumst á Borgarbókasafninu Kringlunni kl. 14:00. Túrinn mun taka um það bil 90 mínútur og hentar fólki á öllum aldri.

Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í Borgarbókasafninu Kringlunni.

Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í öllum söfnum okkar helgina 15. og 16. apríl.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Guttormur Þorsteinsson, sérfræðingur
guttormur.thorsteinsson@reykjavik.is | 411 6200

Bækur og annað efni