Tilbúningur | Blómstrandi greinar
Hjálpum við vorinu af stað.
Langar þig að eiga notalega stund þar sem sköpunarkrafturinn fær njóta sín í góðum félagsskap?
Föndrum saman, búum eitthvað til úr einhverju og endurnýtum alls konar. Leiðbeinandi kemur með hugmyndir, efni og áhöld og aðstoðar við tilbúninginn.
Í þessum tilbúningi ætlum við að búa til lítil pappírsblóm og festa á trjágreinar. Síðan látum við blómstrandi greinarnar í vasa, gefum þeim vatn og yl innandyra, og eftir rúmlega viku byrja þær að laufgast.
Sæunn Þorsteinsdóttir myndlistamaður, kennari og bókavörður leiðbeinir.
Tilbúningur í Árbæ er opinn öllum en hentar best börnum eldri en 9 ára og fullorðnum á öllum aldri.
Tilbúningur fer fram í Borgarbókasafninu í Árbæ annan fimmtudag hvers mánaðar og í Borgarbókasafninu Spöng fyrsta miðvikudag hvers mánaðar klukkan 16:00.
Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir:
Sæunn Þorsteinsdóttir, sérfræðingur barnastarfs
saeunn.thorsteinsdottir@reykjavik.is | 411 6250