
Um þennan viðburð
Vinnustofa | Kærleiksbréf
Hverjum eða hverju langar þig að skrifa kærleiksbréf? Æskuminningu? Langar þig að skrifa til staðar sem þú hefur heimsótt? Golunnar sem snerti vanga þinn? Manneskju sem þú saknar? Til þín, í framtíð eða fortíð?
Vertu með í samvinnuverkefni í haust. Við munum verja tíma saman, skoða orð sem tákna kærleika á mismunandi tungumálum og tala um hluti, staði og fólk sem okkur þykir vænt um. Við munum huga hvert að öðru, búa til pappír úr gömlum bókum, finna upp á nýjum orðum og skrifa kærleiksbréf; skapa nýjar hugmyndir með gömlum hlutum. Ingiríður Halldórsdóttir stýrir smiðjunum.
Allur efniviður verður á staðnum, skráning er óþörf og þátttakendum frjálst að mæta eins oft og þeir vilja. Öll velkomin óháð aldri og tungumáli!
21. september | Kærleiksbréf #1
12. október | Kærleiksbréf #2
9. nóvember | Kærleiksbréf #3
14. desember | Kærleiksbréf #4
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel
Verkefnastjóri – Aðgengi og samfélagsleg þátttaka
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is