
Um þennan viðburð
Handverkskaffi | Sjalaprjón og litapælingar
Leyniprjón Stephen West, prjónahönnuðar, er árlegur viðburður sem fólk um allan heim tekur þátt í og eiga íslenskir prjónarar þátttökumetið. Linda Eiríksdóttir, sem lengi hefur unnið með Stephen West, mun fjalla um leyniprjónið, sýna sjöl fyrri ára og hjálpa okkur að velja liti í sjal ársins. Leyniprjónið hefst síðan formlega 7. október.
Leyniprjónið virkar þannig að hluti uppskriftarinnar er birtur í hverri viku, samtals í fjórar vikur. Allir þátttakendur prjóna eftir sömu uppskrift, þeir vita hvað þeir eru að prjóna og hve margir litir eru, en ekki hvernig verkið kemur til með líta út fyrr en því er lokið.
Að raða saman og velja liti í prjónaverkefni er áhugamál út af fyrir sig sem kallar oft á miklar vangaveltur og er oft alveg jafn skemmtilegt og að prjóna sjálfa uppskriftina.
Viðburðurinn fer fram á kaffihúsinu í Borgarbókasafninu Gerðubergi. Hægt er að panta sér veitingar fyrir viðburðinn.
Ekki láta þetta prjónakvöld framhjá ykkur fara.
Frekari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gíslaóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is