Naglinn | Sýningaröð
Naglinn er heiti á sýningaröð á Borgarbókasafninu Sólheimum. Hver sýning samanstendur af einu listaverki sem valið er úr Artóteki Borgarbókasafnsins og stendur sýningin í tvo mánuði. Áhugasamir geta keypt verkið eða leigt það á kaupleigu en þá eignast viðkomandi verkið þegar það hefur verið greitt upp. Sé sýningarverkið keypt (eða leigt) má kaupandinn velja næsta verk úr Artótekinu til að hengja á Naglann.
Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir listamenn, sem allir eru félagsmenn í Sambandi Íslenskra Myndlistamanna. Markmiðið með Artótekinu er að kynna samtímalist og gefa fólki kost á að leigja eða eignast listaverk á einfaldan hátt.
Fylgdu Artótekinu á Facebook...
Nánari upplýsingar veitir:
Lísbet Perla Gestsdóttir, sérfræðingur
lisbet.perla.gestsdottir@reykjavik.is