A graphic of various tools needed for bookbinding.

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
íslenska, english
Föndur

Tilbúningur | Einfalt bókband

Miðvikudagur 4. febrúar 2026

Lærðu að binda inn einfaldar vasabækur!

Við setjum saman og bindum inn einfaldar litlar vasabækur, og skreytum þær eins og okkur sýnist! Fullkomið fyrir þau sem langar að prófa að binda inn bók en vita ekki hvar þau eiga að byrja.

Viðburðurinn er viðeigandi fyrir fólk á öllum aldri, og við hvetjum fullorðið fólk sérstaklega til að leyfa sér að taka þátt og vera skapandi, óháð „listrænum hæfileikum“. Áhöld og efniviður verða á staðnum, en þér er velkomið að taka pennaveskið með! Aðgangur er ókeypis og skráning er ekki nauðsynleg.

Tilbúningur fer fram á Borgarbókasafninu í Spönginni á fyrsta miðvikudegi hvers mánaðar, og á Borgarbókasafninu í Árbæ annan þriðjudag hvers mánaðar.

Viðburðurinn á facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Védís Huldudóttir | Sérfræðingur
vedis.huldudottir@reykjavik.is | 411-6244 ✆