Læsi á stöðu og baráttu kvenna | DAGSKRÁ

DAGSKRÁ Í TILEFNI KVENNAÁRS 2025 - í vinnslu...

ÉG ÞORI! ÉG GET! ÉG VIL! - Sýning á myndum úr samnefndri bók eftir Lindu Ólafsdóttur
Borgarbókasafnið Grófinni | 4. október - 15. nóvember
Boðið verður upp á smiðjur fyrir börn á sýningartímanum.

Móðir, kona, meyja
Amtsbókasafnið á Akureyri | 18. október kl. 14:00 - 15:00
Sýnt verður brot úr verkinu Móðir, kona, meyja eftir umskiptinginn Sesselíu Ólafs.
Verkið fjallar um þrjár konur sem þekkjast ekki en hittast í bústað til þess að lesa. Þær eru á ólíkum aldri, ein nýlega útskrifuð úr menntaskóla, ein að nálgast fertugt og ein um sextugt. Sú yngsta elskar að dansa, sú fertuga vill helst bara lesa í friði og sú elsta er spennt að kynna hinum ljóð og sögur íslenskra skáldkvenna. Engin þeirra er alls kostar sátt við sínar aðstæður en þær komast smám saman að því að þær geta lært ýmislegt hver af annarri.

Ung, há, feig og ljóshærð; hvunndagshetjan Auður Haralds
Safnahús Borgarfjarðar | 23. október kl. 20:00

Umsjón: Sigrún Elíasdóttir sagnfræðingur og rithöfundur sem stýrir sagnfræði hlaðvarpinu Myrka Ísland og Anna Dröfn Sigurjónsdóttir viðmælandi sem hlýðir á fróðleik.
Skáldkonan Auður Haralds var þekktust fyrir kaldhæðnar lýsingar á mönnum og málefnum, sem stundum féllu í grýttan jarðveg samtímans. Ekki síst vegna þess að hún nýtti húmorinn óspart til að gera grín að ýmsum samfélagsmeinum sem sérstaklega snéru að konum.