Bókaverðlaun barnanna 2025 - verðlaunaathöfn

Skemmtilegustu, áhugaverðustu og bestu bækurnar að mati barnanna

Bókaverðlaun barnanna afhent í 24. sinn

Árlega kjósa börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar í Bókaverðlaunum barnanna. Í ár fengu 128 bækur kosningu en kosningin fór fram á almennings- og skólabókasöfnum um allt land. Verðlaunað var fyrir þær bækur sem lentu í topp 10 sætunum hjá börnunum og tóku höfundar bókanna, myndhöfundar, þýðendur, ljósmyndarar og bókaútgefendur við viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Gerðubergi þann 12. apríl.

Verðlaunin eru ekkert án barnanna sem kjósa og það var því við hæfi að draga út tíu heppna þátttakendur í Bókaverðlaunum barnanna og fengu þau eina af topp 10 bókunum í verðlaun.

Í lokin kom Jón Víðis töframaður og skemmti sem vakti mikla kátínu meðal gesta.

Eftirfarandi bækur hlutu flest atkvæði og eru þær birtar hér í stafrófsröð:

  • Bekkurinn minn - Hendi! - Textahöfundur Yrsa Þöll Gylfadóttir, myndhöfundur Iðunn Arna.
  • Dagbók Kidda klaufa : ekkert mál eftir Jeff Kinney, þýðing: Helgi Jónsson
  • Hundmann : óbyggðirnar kvabba - eftir Dav Pilkey í nafni Georgs Skeggjasonar og Haralds Hugasonar, þýðing: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
  • Iceguys eftir Heiðu Björk Þórbergsdóttur ; flestar ljósmyndir: Ester Magnúsdóttir
  • Kærókeppnin eftir Emblu Bachmann, myndlýsing: Blær Guðmundsdóttir.
  • Lára fer á fótboltamót eftir Birgitta Haukdal, myndlýsing: Anahit Aleksanian og Elen Sargsyan
  • Orri óstöðvandi -heimsfrægur á Íslandi eftir Bjarna Fritzson, myndlýsing: Þorvaldur Sævar Gunnarsson
  • Ronaldo er frábær eftir Simon Mugford, hönnuður og myndlýsing Dan Green, þýðing: Guðni Kolbeinsson
  • Stella segir bless! eftir Gunnar Helgason, kápumynd Rán Flygenring
  • Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði eftir S. Norðfjörð og Sveindísi Jane Jónsdóttur, myndlýsing: Elena Yalcin

Nánari upplýsingar veitir: 
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 4116146

Flokkur
UppfærtMiðvikudagur, 16. apríl, 2025 13:48
Materials