Skrifstofan
-
Ert þú skúffuskáld? Skrifstofan er ritsmíðaverkstæði og samfélag skrifandi fólks. Þar getur fólk komið saman og unnið að ritstörfum sínum; einbeitt sér að skrifum í hvetjandi umhverfi; fundið ritfélaga til þess að lesa yfir texta eða skiptast á skoðunum við; sótt sér innblástur í bækur og annað efni eða fundið samfélag annarra höfunda. Inn á milli er boðið upp á námskeið í skapandi skrifum.
Skrifstofan er opin öllum sem hafa áhuga á skrifum og ritstörfum:
Menningarhús Kringlunni
annan hvern miðvikudag milli 16:00 og 18:30 í september - maí
Menningarhús Árbæ
annan hvern miðvikudag milli 15:45 og 17:45 í september - maí
Umsjón: Jónína Óskarsdóttir menningarmiðlari og meistaranemi í ritlist.
Skráning: jonina.oskarsdottir@reykjavik.is
Ritsmiðjan í Árbæ hefur starfað nokkur undanfarin ár. Þangað mætir fólk sem hefur áhuga á að skrifa hvort sem er stutta eða lengri texta; ljóð, skáldsögur, örsögur, æviminningar eða greinar. Þátttakendur lesa texta sína, þeir ræddir og farið yfir þá í sameiningu undir handleiðslu leiðbeinanda.
Bækur og hugmyndir um áframhaldandi skrif liggja í loftinu og efnið er alltaf innan seilingar á safninu.
Sem stendur er Skrifstofan í Árbæ fullsetin.