Skrifstofan

Í Borgarbókasafninu Árbæ hittist hópur annan hvern miðvikudag milli 15:45 og 17:45 í september - maí.

Skrifstofan er fullsetin.   

Ritsmiðjan í Árbæ hefur starfað nokkur undanfarin ár. Þangað mætir fólk sem hefur áhuga á að skrifa hvort sem er stutta eða lengri texta; ljóð, skáldsögur, örsögur, æviminningar eða  greinar. Þátttakendur lesa texta sína, þeir ræddir og farið yfir þá í sameiningu undir handleiðslu leiðbeinanda.

Umsjón:
Jónína Óskarsdóttir menningarmiðlari og Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður.
Jónína og Kristín eru báðar meistaranemar í ritlist við Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar:
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is