Skrifstofan

Skrifstofan

Ert þú skúffuskáld? Skrifstofan er ritsmíðaverkstæði og samfélag skrifandi fólks. Þar getur fólk komið saman og unnið að ritstörfum sínum; einbeitt sér að skrifum í hvetjandi umhverfi; fundið ritfélaga til þess að lesa yfir texta eða skiptast á skoðunum við; sótt sér innblástur í bækur og annað efni eða fundið samfélag annarra höfunda.

Skrifstofan er opin öllum sem hafa áhuga á skrifum og ritstörfum:

Menningarhús Kringlunni
annan hvern miðvikudag milli 16:00 og 18:30

Umsjónarmaður: Sunna Dís Másdóttir
Skráning: sunnadis@gmail.com

Menningarhús Árbæ
annan hvern miðvikudag milli 15:45 og 17:45, september - maí.

Umsjónarmenn: Kristín Arngrímsdóttir og Jónína Óskarsdóttir
Skráning: jonina.oskarsdottir@reykjavik.is

Boðið verður upp á kaffi og te.

Á Skrifstofuna kemur skrifandi fólk á sínum forsendum, þegar það vill, og dvelur eins lengi og því hentar! Þar er engin stimpilklukka.

Borgarbókasafnið hefur á síðustu misserum boðið upp á ritsmiðjur fyrir fullorðna og munu leiðbeinendur úr þeim smiðjum líta við á Skrifstofunni. Fyrst og fremst er hún þó aðstaða fyrir skrifandi fólk - óháð því hvort það skrifar fyrir skúffuna, fjölskylduna, blöð, bækur eða vef!

Skráðu þig á póstlistann

Borgarbókasafnið heldur einnig úti póstlista Skrifstofunnar þar sem áskrifendur fá ábendingar um sniðugt lesefni, kveikjur að ritsmíðum, ábendingar um viðburði og annað skemmtilegt efni. Á póstlistanum geta höfundar sömuleiðis talað sig saman um yfirlestur eða annað samstarf. Viltu vera með? Sendu tölvupóst á sunnadis@gmail.com eða skráðu nafn og netfang hér fyrir neðan.

Velkomin á Skrifstofuna!