Hönnunarmars | Framtíðarbókasafnið

Sköpum framtíðarbókasafnið saman! 

Komdu og skoðaðu sýninguna um framtíðarbókasafnið á Hönnunarmars, þú getur litið við hvenær sem er á opnunartíma og upplifað, verið fluga á vegg eða tekið þátt í skemmtilegum viðburðum sem verða á hverjum degi. 

Á Hönnunarmars, sem stendur yfir dagana 3 – 7. maí verður áhugaverð sýning um umbreytingu bókasafnsins Í Grófarhúsi.  Þar mun gefast tækifæri til að gægjast inn í framtíðina og sjá hvernig verkefninu miðar áfram. Síðustu mánuði hafa verið haldnar samráðsvinnustofur með starfsfólki, notendum bókasafnsins og hagaðilum og verkefnið er að þróast með tilliti til niðurstaðna vinnustofanna. Það verður því spennandi að kynna nýjustu útfærsluna fyrir almenningi á Hönnunarmars en borgarbúum gefst einnig tækifæri á að taka þátt í fjölbreyttum viðburðum og hafa áhrif á þessa spennandi framkvæmd. Hér má skoða vinningstillöguna á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar

Staðsetning sýningarinnar er í húsnæðinu sem í augnablikinu stendur autt, en er tengt við Grófarhús. Þetta húsnæði verður hluti af nýju og umbreyttu bókasafni. 

Hönnunarteymið samanstendur af JVST arkitektum, Inside Outside upplifunarhönnuðum, Kreativa innanahússhönnun og bókasafnssérfræðingi frá Hanrath Arkitektum.

Tryggvagata 15, vesturhlið á Grófarhúsi 

Opnunartímar sýningarinnar: 

Miðvikudagur 18:00 - 21:00 
Fimmtudagur 16:00 - 21:00 
Föstudagur 11:00 - 21:00 
Laugardagur 12:00 - 17:00 
Sunnudagur 13:00 - 17:00 
 

VIÐBURÐIR

Fimmtudagur 4. maí, frá 17:00 – 19:00
Opnunarhóf – fögnum saman!  

Föstudagur 5. maí frá kl. 14:00-18:00
Ætlar þú að droppa við í te á bókasafnið? 

Laugardagur 6. maí, frá 13:00 til 15:00
Tölum saman um framtíðarbókasafnið

Sunnudagur 7. maí frá 14:00 til 16:00
RISA krítarsmiðja fyrir krakka  

 

 

Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir
gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | 698 2466