Liðnir viðburðir
Hönnunarmars | RISA krítarsmiðja fyrir krakka
Sunnudagur 7. maí 2023
Viltu koma og teikna draumabókasafnið með krítum? Verið velkomin á stærðarinnar teiknismiðju þar sem þátttakendur kríta og krota upp sitt eigið draumabókasafn á grunninn í nýja safninu! Við viljum sjá ykkar hugmyndir, ungu gestir og hver veit nema að þær verði að veruleika í framtíðarbókasafninu.
Sýningin er opin á Hönnunarmars frá 3. - 7. maí.
Hönnunarteymið samanstendur af JVST arkitektum, Inside Outside upplifunarhönnuðum, Kreativa innanahússhönnun og bókasafnssérfræðingi frá Hanrath Arkitektum.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri nýsköpunar
gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | 698 2466