Liðnir viðburðir
Hönnunarmars | Framtíðarbókasafnið - Opnunarhóf
Fimmtudagur 4. maí 2023
Viltu skyggnast bak við tjöldin í nýju bókasafni og fylgjast með framvindu verksins? Þér er boðið að koma og fagna með okkur og skilja eftir þitt spor á framtíðarbókasafninu. Ef þú vilt bara koma og hitta aðra, hafa gaman eða slappa af þá er það velkomið.
Það verður hellingur að sjá og njóta, svo taktu vini með!
Sýningin er opin á Hönnunarmars frá 3. - 7. maí.
Hönnunarteymið samanstendur af JVST arkitektum, Inside Outside upplifunarhönnuðum, Kreativa innanahússhönnun og bókasafnssérfræðingi frá Hanrath Arkitektum.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri nýsköpunar
gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | 698 2466