
Um þennan viðburð
Hönnunarmars | Ætlar þú að droppa við í te á bókasafnið?
Dögg og Martyna bjóða í notalega te-stund á bókasafninu.
Okkur langar að tala um bókasafnið, hvar líður okkur vel, hvaða samtöl langar okkur að eiga þar? Við ætlum að æfa okkur í að hlúa að okkur sjálfum. Við bjóðum þér að hella upp á uppáhalds teið þitt, þetta er staður til að deila og styðja hvert annað. Kíktu við í tesopa, fáðu þér sæti og segðu okkur hvernig bókasafnið gæti þjónað þínum þörfum.
Við hlökkum til að sjá þig!
Sýningin er opin á Hönnunarmars frá 3. - 7. maí.
Hönnunarteymið samanstendur af JVST arkitektum, Inside Outside upplifunarhönnuðum, Kreativa innanahússhönnun og bókasafnssérfræðingi frá Hanrath Arkitektum.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri nýsköpunar
gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is | 698 2466