Gerðuberg Calling | Sækið um

Við óskum eftir skapandi samstarfi um

Tengsl

Heimurinn er að breytast og kallar á nýja siði og venjur. Með hvaða hætti skapast ný tengsl á milli fólks? Hvernig sjáum við tengslamyndun fyrir okkur á bókasafninu? Gerðuberg kallar! Við óskum eftir skapandi samstarfi. Ert þú með hugmynd? 

Við leggjum áherslu á tengsl í tilraunaverkefninu Gerðuberg calling árið 2023. Hvernig við gætum við tengst með öðrum hætti? Bókasafnið er lýðræðisvettvangur þar sem við viljum efla tengsl milli fólks til að takast betur á við hversdagsleikann eins og hann er nú og í mögulegri framtíð.  Bókasafnið sækist eftir skapandi samstarfi til að auðga menningarstarfið og fá nýjar hugmyndir sem styðja við stefnu bókasafnsins um opið rými allra. Verkefnið er tilraun í þróun bókasafnsins sem samfélagsrými og þátttökugátt.

Tengsl

Við þurfum á tengslum að halda til að okkur líði vel. Tengsl við aðra geta unnið bug á einsemd sem mörg finna fyrir í dagsins önn. Tengsl við aðrar manneskjur stuðla að sterkari samkennd, skilningi á að við erum ólík og deilum ekki öll sömu sýn á lífið. Við þurfum ekki að hræðast það. Ef við eflum tengsl við aðra verða lýðræðislegar samræður og tilfinningin fyrir samfélaginu sterkari. Hvaða venjur og siðir myndu efla tengsl og tengja okkur við nærsamfélagið – koma okkur saman á ný?

Samstarf
Borgarbókasafnið Gerðubergi býður upp á vinnuaðstöðu fyrir valinn samstarfsaðila til að vinna með okkur að verkefni um tengsl. Gert er ráð fyrir reglulegri viðveru í Gerðubergi. Samstarfi felur í sér vinnustofu með starfsfólki bókasafnsins, þátttöku notenda í ferlinu og opins lokaviðburðar þar sem afrakstur samstarfsins er kynntur.

Greiðslur
Bókasafnið greiðir völdum samstarfsaðila fyrir samstarfið 300.000 kr.
Komið er til móts við efniskostnað að hámarki 50.000 kr.
Samstarfsaðila er frjálst að sækja um aðra styrki fyrir verkefninu.

Tímarammi
Samstarfið varir frá 1. apríl til 31. maí 2023.

Umsókn
Umsækjendur eru beðnir um að senda lýsingu á nýrri verkefnahugmynd sem áhugi er á að þróa með Borgarbókasafninu. Við höfum sérstakan áhuga á verkefnum sem eru enn í þróun og ekki endilega að fullu mótuð. Umsóknin þarf að innihalda eftirfarandi þætti:

  • Lýsing á verkefninu og hvernig það snertir á hugmyndinni um tengsl.
  • Hvernig mun verkefnið verða þróað á bókasafninu á meðan samstarfið varir?
  • Hvernig mun afrakstur verkefnisins verða hluti af umhverfi bókasafnsins?
  • Dæmi um fyrri verkefni, ef við á.
  • Aðrar upplýsingar, ef umsækjandi vill.

Umsóknir skulu sendar til Martynu Daniel, Martyna.Karolina.Daniel@reykjavik.is, fyrir 1. nóvember 2022, með titlinum: Umsókn: Gerðberg Calling – Tengsl

Mat umsókna 
Valnefnd metur allar umsóknir með hliðsjón af eftirfarandi atriðum:

  • Markmiðum verkefnis og hvernig þau snerta á hugmyndinni um tengsl.
  • Hvort verkefnið sé raunhæft og framkvæmanleg í umhverfi bókasafnsins.
  • Hvort verkefnið sé þátttökumiðað og bjóði notendum bókasafnsins að taka þátt í verkefninu.
  • Ávinningi fyrir bókasafnið sem vettvang félagslegrar nýsköpunar.  

Frekari upplýsingar
Hafið samband við Martynu Daniel, Martyna.Karolina.Daniel@reykjavik.is

Allar uipplýsingar fyrir umsækjendur í pdf-skjali.