Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins
Viltu taka þátt?
Ljóðaslamm hefur verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.
Upplýsingar fyrir þátttakendur
Hvenær er næsta ljóðaslamm?
Ljóðaslamm 2026 verður haldið í Borgarbókasafninu Grófinni á Safnanótt, þann 6. febrúar.
- Einstaklingar og hópar velkomnir.
- Minnisblað er leyfilegt á sviði.
- Ljóðið eða textinn eru frumsamin.
- Flutningur má taka hámark 3 mínútur.
- Flutningur má vera á íslensku eða ensku.
- Gæta þarf þess að vera ekki særandi gagnvart einstaklingum og/eða hópum.
- Ljóðið eða textinn má ekki hafa verið útgefin í prentuðu formi.
- Það má nota leikmuni (props), en ekki hljóðfæri.
Hvernig sæki ég um þátttöku?
Þú sendir inn umsókn á netfangið: ljodaslamm@borgarbokasafn.is.
ATH! Umsóknarfrestur til og með 1. febrúar
Í umsókninni þarf að koma fram:
- Nafn flytjanda
- Aldur (aldurstakmark: 18 ára og eldri)
- Hugmynd að atriði / flutningi
Hvað er ljóðaslamm?
Ljóðaslamm er keppni í tjáningu þar sem orðið og ljóðið eru aðalatriðin. Flutningurinn er sviðslist og getur tengst ýmsum sviðslistum. Hefðbundinn ljóðaupplestur telst ekki til ljóðaslamms, heldur er áherslan á ljóðaflutning sem sviðslist og getur flytjandi/flytjendur farið með ljóðið samhliða tónlist, myndlist eða leiklist. Dómnefnd dæmir svo hvert atriði út frá ljóðinu sjálfu, auk ástríðu og eldmóðs í flutningi, stíl og innihaldi og stundum líka út frá viðbrögðum áhorfenda.
Ljóðaslammið á rætur sínar að rekja til Chicago á níunda áratugnum. Hugmyndin með fyrstu keppninni var að færa ljóðið frá akademíunni til almennings. Bandaríska ljóðskáldinu Marc Smith fannst ljóðasenan orðin stíf og stirðbusaleg svo hann hóf tilraunir á „opnum hljóðnema“ ljóðakvöldum með því að snúa þeim upp í keppi og fá þátttakendur til þess að slamma af eldmóði og með stíl til þess að hrista upp í hlutunum.
Sigurvegarar fyrri ára
2025 - Marion
2024 - Þór Wiium
2023 - Sunna Benjamínsdóttir Bohn
2017 - Jón Magnús Arnarsson
2015 - Halldóra Líney Finnsdóttir og Hekla Baldursdóttir
2014 - Brynjar Jóhannesson
2013 - Kælan mikla - Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, Laufey Soffía Þórsdóttir og Margrét Rósa Dóru- Harrysdóttir
2012 - NYIÞ
