Borðspil

Langar vinahópinn að prófa nýtt spil á næsta spilakvöldi eða fjölskylduna að grípa eitt með sér í bústaðarferðina? Komdu og fáðu lánuð skemmtileg spil sem henta þínum hópi eða spilaðu á staðnum. 

Í hillum Borgarbókasafnsins má finna sístækkandi borðspilasafni til útláns en spilin er að finna á öllum átta söfnunum. Boðið er upp á fjölbreytt úrval borðspila fyrir alla aldurshópa; börn, ungmenni og fullorðna.

Öll borðspil eru lánuð í 14 daga. Hér á heimasíðunni, inn á mitt svæði, er bæði hægt að taka frá spil og óska eftir að fá það sent á safn sem hentar. 

Borgarbókasafnið vill gjarnan hýsa hverskonar spilaviðburði svo ekki hika við að hafa samband.

Smellið hér til að skoða úrvalið 


Vantar þig innblástur? 

Borðspil fyrir börn

Spil fyrir fjölskyldur 
(8 ára og eldri)

Spil í ferðalagið

Spil á pólsku

Spil fyrir fullorðna