Velkomin í Kléberg

Borgarbókasafnið Klébergi er lítið og notalegt og stútfullt af fjölbreyttum safnkosti fyrir alla aldurshópa. Við eigum talsvert af bókum á pólsku en eins er alltaf hægt að panta bækur frá hinum borgarbókasöfnunum sjö og fá þær sendar í Kléberg.

Öllum er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu á opnunartíma eins og hver vill – til að dvelja, hitta fólk eða lesa í rólegheitunum. Borgarbókasafnið er í stöðugri þróun og starfsfólk leggur sig fram við að bjóða upp á spennandi safnkost, faglega upplýsingaþjónustu, skemmtilega og fjölbreytta viðburðadagskrá. Við tökum vel á móti nýjum hugmyndum og erum tilbúin að styðja við og taka þátt í alls konar verkefnum sem við teljum eiga heima undir hatti bókasafnsins.

Staðsetning

Safnið er til húsa í Klébergsskóla við Kollagrund 2-6. Gengið er inn um  inngang sunnan megin við húsið, við Klébergslaug. Bílastæði eru við Klébergslaug. Aðkoma fyrir fatlaða að húsinu er ágæt. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að nota vistvænar samgöngur. 

Nánari upplýsingar um aðgengi á staðnum

Allt um Kléberg

Á bókasafninu er hægt er að koma sér vel fyrir og lesa eða spjalla, þar er líka upplagt fyrir hannyrðahópa eða fólk sem er saman í leshring að hittast. Þrátt fyrir lítið rými er safnkosturinn fjölbreyttur, bækur á bæði íslensku og ensku, einnig nokkuð af bókum á pólsku. Eins er alltaf hægt að panta bækur frá hinum borgarbókasöfnunum sjö og fá þær sendar í Kléberg.  Á bókasafninu er líka ágæt aðstaða fyrir nemendur til að læra, hvort sem fólk er í leikskóla eða háskóla.

Fjölskyldur

Barnadeildin er lítil og notaleg, þar eru í boði bækur, leikföng og blöð fyrir alla aldurshópa. Þangað er gott að kíkja í heimsókn og leika.


Allskonar í boði


Auk þess að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost og blómlegt viðburðahald, býður Borgarbókasafnið upp á alls kyns aðra þjónustu sem nýtist almenningi.

Hér má kynna sér alla þá aðstöðu sem menningarhús Borgarbókasafnsins hafa upp á að bjóða 

 

Library at Klébergsschool

 

Hafðu samband:

Unnar Geir Unnarsson er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Klébergi, unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Klébergi
Kollagrund 2-6, 116 Reykjavík
kleberg@borgarbokasafn.is | 411 6275