Aðgengi | Borgarbókasafnið Klébergi

Almenningssamgöngur 

Strætóar nr. 29 og 57 stoppa í grennd við safnið. Nánari upplýsingar á straeto.is

Bílastæði og inngangur 

Við mælum með að nota innganginn sem er sömu megin og sundlaugin, þar eru næg bílastæði og gott aðgengi að húsinu.  

Barnavagnar 

Barnavagna er hægt að skilja eftir við innganginn en einnig er rými fyrir vagna og kerrur við bókasafnið. 

Salerni 

Við bókasafnið er salerni, aðgengilegt öllum.  

Nestisaðstaða 

Bókasafnið er lítið og staðsett inni í skólahúsnæði og því getum við ekki boðið upp á nestisaðstöðu innandyra. En það eru margir fallegir staðir við Kléberg og notalegt að tilla sér með nesti þegar veður leyfir. Hægt er að fá vatn á bókasafninu.  

Hljóðvist og lýsing 

Inni í bókasafninu sjálfu er mild flúorlýsing, þægileg dagsbirta þegar hennar nýtur við, sterkt sólarljós er dempað með gardínum. Þægileg hljóðvist er á bókasafninu en kátum krökkum í Klébergsskóla geta fylgt gleðilæti á göngunum.  

Leiðsöguhundar eru velkomnir á safnið

 

Nánari upplýsingar veitir: 

Elva Dís Stefánsdóttir, sérfræðingur Borgarbókasafninu Klébergi 
elva.dis.stefansdottir@reykjavik.is| 411 6275