Velkomin á bókasafnið
Kíktu í heimsókn!
Í boði er fjölbreytt úrval af bókum, tímaritum og öðrum safnkosti og við erum að sjálfsögðu boðin og búin að aðstoða við val og leit að efni. Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð. Við vekjum sérstaka athygli á Saumahorninu þar sem notendur geta gert við, hannað og saumað það sem þeim dettur í hug á saumavélarnar okkar. Af föstum dagskrárliðum má nefna hannyrðastundirnar okkar sívinsælu, föndurhittingana Tilbúning, Skrifstofuna, samfélag skrifandi fólks, og Leshringinn.
Og svo er alltaf heitt á könnunni!
Staðsetning og samgöngur
Við erum til húsa á 2. hæð í verslunar- og þjónustukjarnanum við Hraunbæ 119. Aðgengi er gott bæði hvað varðar bílastæði og er lyfta á milli hæða. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að taka strætó. Sjá nánar á vefsíðu Strætó.
Katrín Guðmundsdóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Árbæ, katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is.
Borgarbókasafnið Árbæ
Hraunbæ 119, 110 Reykjavík
arbaer@borgarbokasafn.is | s. 411 6250