collage workshop

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Velkomin

FRESTAÐ Klippisjálfsmyndarsmiðja

Laugardagur 24. október 2020

Vinsamlegast athugið að þessum viðburði hefur verið frestað.

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. Sjá nánar HÉR.

•    Staðsetning viðburðar: Torgið, Grófarhús
•    Hámarksfjöldi gesta: 12 manns - sjá skráningarform neðst á síðunni

 

Í smiðjunni er þátttakendum boðið að skapa klippisjálfsmynd, þar sem kannaðar eru eigin óskir og hugsanir. Unnið er með úrklippur úr blöðum og tímaritum. Listin er óháð tungumálakunnáttu. Hér býðst öllum að túlka tilfinningar sínar og hugsanir í sköpunarferlinu að eigin persónulegu sjálfsmynd sem endurspeglar hugarástand okkar.

Við hittumst á Torginu á fyrstu hæð í Grófarhúsi að Tryggvagötu 15. Allur efniviður er á staðnum fyrir þína eigin persónulegu klippimynd. (í formi andlits)

Smiðjan er endurgjaldslaus og hentar ungmennum frá 15 ára aldri jafn sem fullorðnum.

Sjálfsmyndirnar verða hluti af sýningu í Grófinni í vetur og afhendar eigendum myndanna að við sýningarlok. Þátttakendum er einnig boðið að taka þátt í samsköpunarverki bókasafnsins, stórri sjálfsmynd sem var til sýnis í Grófinni í júlí 2020.

Viðburðurinn á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Martyna Karolina Daniel, Sérfræðingur – Fjölmenningarmál
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Merki