
Um þennan viðburð
Útgáfuhóf | Skapandi lestur! Skapandi skrif!
Verið velkomin á útgáfuhóf bókarinnar Skapandi lestur! Skapandi skrif!
Bókin er veglegur afrakstur námskeiðsins Skapandi lestur á vegum Dósaverksmiðjunnar og var ætlað ungu fólki sem vill efla lestur, lesskilning og tjáningu á íslensku. Raddir þátttakenda fléttast saman í einlægri bók sem veitir innsýn í reynsluheim ungs fólks.
Ungmennin búa öll á Íslandi og eru að læra íslensku meðal annars til þess að draumar þeirra geti ræst.
Þau eru frá Víetnam, Kúrdistan, Sómalíu og Venesúela.
Í bókinni staldra þau við og skrifa um umhverfið, lífið, áhugamálin og drauma sína.
Verkefnið hlaut styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála en að því standa Dósaverksmiðjan (e.The Tin Can Factory) og Borgarbókasafnið Gerðubergi.
Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411-6170