Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 12:00
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Ungmenni

AFLÝST - Sumarsmiðja 14-16 ára | Allt sem þú vilt vita um kynlíf

Mánudagur 13. júlí 2020 - Föstudagur 17. júlí 2020

Sumarsmiðjunni hefur verið aflýst, en Indíana Rós mun heimsækja OKið í haust og mun bjóða upp á opna fræðslu. Fylgist með á heimasíðu safnsins. 

Skemmtilegt og fróðlegt fimm daga námskeið með Indíönu Rós fyrir unglinga í öruggu umhverfi.
Indíana Rós er kynfræðingur sem hefur sinnt kynfræðslu fyrir ýmsa hópa síðastliðin 4 ár, til dæmis fyrir félagsmiðstöðvarhópa. Á námskeiðinu verður farið yfir margt sem gott er að hafa huga þegar fólk tekur sín fyrstu skref í kynlífi og samböndum. Fjallað verður um kynlíf, kynsjúkdóma og getnaðarvarnir, líkamann, samþykki og mörk, heilbrigð sambönd og ýmislegt fleira. 

Námskeiðið fer fram dagana 13. - 17. júlí milli kl 10:00 og 12:00 í OKinu í Gerðubergi. Námskeiðið er ókeypis en skráning er nauðsynleg hér fyrir neðan þar sem plássin eru takmörkuð. 

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar sumarsmiðjur fyrir börn og ungmenni í sumar. Kynnið ykkur fleiri smiðjur hér.

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
S 661-6178