Þórunn Rakel Gylfadóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 18:00
Verð
Frítt
Tungumál

Íslenskukennsla... eins og í sögu | Ferðalag

Þriðjudagur 6. ágúst 2024

Á námskeiðinu verður kennd íslenska í gegnum skapandi skrif. Þemað í þessu námskeiði er ferðalag. Þátttakendur lesa örsögur í tíma og ræða efni þeirra. Síðan verður nemendum leiðbeint við ritun einfalds texta á íslensku. Þeir sem vilja geta deilt textum sínum í lok hvers námskeiðs. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa íslensku ekki að móðurmáli en búa yfir einhverri þekkingu í málinu (A2-B2). Hægt er að sækja eitt eða fleiri námskeið þar sem hvert námskeið er kennt sem sjálfstæð eining. Yfirlit yfir öll sex örnámskeið má finna á verkefnasíðunni: Íslenskukennsla...eins og í sögu

Hámarks fjöldi á hverju námskeiði: 10 þátttakendur.
Þátttaka er ókeypis en skráning nauðsynleg. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan.

Viðburður á Facebook

Berglind Erna Tryggvadóttir og Þórunn Rakel Gylfadóttir leiða námskeiðið. Þær eru báðar meistaranemar í ritlist við HÍ, rithöfundar, íslenskukennarar og auk þess semja þær námsgögn í íslensku. 

Upplýsingar um verkefnið: Íslenskukennsla...eins og í sögu

Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is