Íslenskukennsla...eins og í sögu

Á námskeiðinu verður kennd íslenska í gegnum skapandi skrif. Þátttakendur lesa og skrifa örsögur út frá mismunandi þema hverju sinni, æfa frásögn í töluðu orði og á blaði. Hægt er að sækja eitt eða fleiri námskeið þar sem hvert námskeið er kennt sem sjálfstæð eining. 

Boðið verður upp á sex örnámskeið í ritun, frásögn og málskilningi á Borgarbókasafninu í samstarfi við Berglindi Ernu Tryggvadóttur og Þórunni Rakeli Gylfadóttur. Þátttakendur lesa örsögur í tíma og ræða efni þeirra. Síðan verður nemendum leiðbeint við ritun einfalds en skapandi texta á íslensku. Þeir sem vilja geta deilt textum sínum í lok hvers námskeiðs og hópurinn ræðir þá. Á Menningarnótt 2024, verður þátttakendum boðið að lesa sögur sínar upp á sérstökum viðburði Borgarbókasafnsins. Þannig gefst nýjum skáldum tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og upplifun á framfæri og taka lýðræðislega þátt í samfélaginu á eigin forsendum.

Yfirlit yfir þema hvers námskeiðs

Á bókasafninu í Kringlunni

Vorið - 23.05.2024, kl.15-18. 
Vinátta -  30.05, kl.15-18. 
Vatn - 13.06, kl.15-18. 

Á bókasafninu í Grófinni

Ferðalag - 06.08, kl. 15-18.
Matur - 08.08, kl. 15-18.
Veislur, partý og hátíðir - 22.08, kl. 15-18.

Þátttakendur
Þau sem ekki hafa íslensku að móðurmáli en búa yfir einhverri þekkingu í málinu (A2-B2)
Hámarksfjöldi á hverju námskeiði: 10 þátttakendur.
Hægt er að skrá sig með því að smella á tengil hvers námskeiðs í yfirliti hér fyrir ofan.

Kennarar
Berglind Erna Tryggvadóttir og Þórunn Rakel Gylfadóttir leiða námskeiðið.
Þær eru báðar meistaranemar í ritlist við HÍ, rithöfundar, íslenskukennarar og auk þess semja þær námsgögn í íslensku. 

Þórunn Rakel Gylfadóttir og Berglind Erna Tryggvadóttir

Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna

Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is