Tónlistarbingó á hrekkjavöku með Stefáni Ingvari
Tónlistarbingó á hrekkjavöku með Stefáni Ingvari

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
Íslensku
Tónlist

Tónlistarbingó á hrekkjavöku

Fimmtudagur 31. október 2024

Veistu hvað tónlistarbingó er? Er forvitnin að fara með þig? Komdu á bókasafnið og prófaðu þetta skemmtilega tvist á bingó. Uppistandarinn og pistlahöfundurinn Stefán Ingvar verður gestgjafi kvöldsins á hrekkjavökunni. Hann mun spila lag eftir lag þar til bingóin hrannast inn.

Bingóið verður með sérstöku hrekkjavökuþema. Frábær kvöldstund með „hræðilegri“ tónlist og möguleika á að vinna eitthvað skemmtilegt. Þetta er viðburður fyrir þig, sama hvort þú ert tónlistarsnilli eða bara í leit að einhverju skemmtilegu til að brasa. Skráðu viðburðinn í dagatalið þitt og bjóddu nákomnum og framliðnum á eftirminnilegt kvöld á bókasafninu. Við hlökkum til að sjá þig.

Ókeypis aðgangur - öll velkomin!


Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:

Hólmfríður María Bjarnardóttir, sérfræðingur
holmfridur.maria.bjarnardottir@reykjavik.is |   411 6202