The musician Katrín Helga, also known as K.óla. She's wearing an orange shirt and the background looks like an abstract painting.
K.óla is the solo project of Katrín Helga Ólafsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Liðnir viðburðir

Tónleikar | K.óla á bókasafninu

Miðvikudagur 5. júlí 2023

K.óla er einstaklingsverkefni Katrínar Helgu Ólafsdóttur. Hún hefur komið fram undir því nafni síðan 2017, bæði með hljómsveit og ein. Hún hefur samið popplög og gert tónlist fyrir stuttmyndir og leikhús. Hún stundaði nám við tónsmíðar í Listaháskóla Íslands en leggur nú stund á mastersnám í Music Creation við Rhythmic music conservatory í Kaupmannahöfn. Hún mun koma fram á bókasafninu þar sem hún spilar óútgefið efni á ensku og íslensku. Hún spilar á bassa og með undirspil frá tölvu. Flest lögin fjalla um úrvinnslu missis þó ekki á svo sorglegan hátt.


Nánari upplýsingar veitir:

Hólmfríður María Bjarnardóttir, sérfræðingur
Sími: 411 6202
holmfridur.maria.bjarnardottir@reykjavik.is