Ljóðaslamm 2023

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 23:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tónlist
Ungmenni

Safnanótt 2023 | Ljóðaslamm - Dansverk - Plötusnúður

Föstudagur 3. febrúar 2023

 Dagskrá:

- 20:00-21:00 Ljóðaslamm | Sviðið er þitt!
Hæfileikafólk á sviði ljóð- og sviðslistar flytja frumsamin verk

-  21:00-21:30 Dansatriði | Brot úr flæði
Samvinna-Traust-Tenging-Stuðningur-Umönnun

 - 21:30-22:00 Úrslit Ljóðaslamms tilkynnt. Vinningshafi endurflytur verk sitt

 - 22:00-23:00 Plötusnúðurinn Bjarni K. leikur fyrir dansi

Ljóðaslamm 2023 | Sviðið er þitt!

Flytjendur: Elísabet Sóldís Þorsteinsdóttir, Sunna Benjaminsdóttir Bohn, LiLBirdie (Ingibjörg Birta Jónsdóttir), Sparkle (Sindri Freyr Bjarnason) og Embla Hall.

Ljóðaslamm hefur verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgarbókasafninu í gegnum tíðina. Þekkt skáld, tónlistarfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta.

Ljóðaslamm felst í flutningi frumsamins ljóðs, þar sem áherslan er ekki síður á flutninginn en á ljóðið sjálft. Þannig telst hefðbundinn ljóðaupplestur ekki til ljóðaslamms, heldur er áherslan á ljóðaflutning sem sviðslist.

Dómnefnd: Steinunn Jónsdóttir (úr Reykjavíkurdætrum), Jón Magnús Arnarsson (vinningshafi Ljóðaslamms 2017) og Örvar Smárason (rithöfundur og meðlimur hljómsveitanna FM Belfast og MÚM).

Dansatriði | Brot úr flæði

Nemendur framhaldsbrautar Klassíska listdansskólans sýna brot úr sviðsverkinu Flæði sem þau hafa endurgert og aðlagað rými safnsins.

Danshöfundur: Camilo Ernesto
Tónlist: Uniko.VI.Emo - Kimmo Pohjonen, Samuli Kosminen, Krosnos Quaret, Aromobates, NDB- Ninos Du Brasil.

Dansarar: Ari Jónsson, Dagmar Lilja Stefánsdóttir, Dagný Rós Björnsdóttir, Elísa Hjaltested, Hekla Ýr Þorsteinsdóttir, Íris Hulda Arnarsdóttir,Karen Inga Gylfadóttir, Nína Sigurrós Hjaltadóttir, Rakel Talía Sigfúsdóttir, Salka Þorgerður J. Stelludóttir, Sylvía Kristín Ívarsdóttir og Thelma Lind Ásgeirsdóttir.

 

Fyrir nánari upplýsingar:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir | Sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145