Anna Gréta Sigurður Flosason Borgarbókasafnið Jazz í hádeginu Leifur Gunnarsson
Anna Gréta og Sigurður Flosason spila jólalög í Spönginni

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Tónlist

Jazz í hádeginu I Er nálgast jólin

Fimmtudagur 21. nóvember 2019

Í Borgarbókasafninu Grófinni 21. nóvember kl. 12.15-13.00, í Gerðubergi 22. nóvember kl. 12.15-13.00 og í Spönginni 23. nóvember kl. 13.15-14.00.
Nú þegar líða tekur að jólum ætlum við að bjóða uppá snemmbúin aðventujazz.

Feðginin Anna Gréta Sigurðardóttir og Sigurður Flosason sauma saman lauflétta dagskrá með íslenskum og erlendum lögum sem tengjast hátíð ljóss, friðar og jólaundirbúningnum. Leifur Gunnarsson leikur með á kontrabassa.

Sigurður hefur um árabil verið í hópi atkvæðamestu jazztónlistarmanna Íslands og hefur sent frá sér um 30 geisladiska með klassískum og frumsömdum jazzi. Hann hefur hlotið íslensku tónlistarverðlaunin átta sinnum og tvisvar verið tilnefndur til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs.

Anna Gréta var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2014 í flokknum jazz og blús. Á námsárunum kom hún reglulega fram í Svíþjóð og hefur starfað með mörgu af fremsta jazztónlistarfólki Svía. Í ár hlaut hún verðlaun frá velunnurum tónleikastaðarins Fasching í Stokkhólmi, en aðeins ein slík verðlaun eru veitt á hverju ári.

Leifur Gunnarsson er listrænn stjórnandi Jazz í hádeginu. 

Verið öll velkomin – við hlökkum til að sjá ykkur. Ókeypis aðgangur. 

Nánari upplýsingar:
Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri
holmfridur.olafsdottir@reykjavik.is
S: 4116114